Frjálsir pennar Febrúar 2005
... Meðal annars hafa fréttir borist af því að kona
nokkur frá Litháen reki umfangsmikla "þjónustu" þar sem hún
"miðlar" verkamönnum frá Eystrasaltslöndunum til íslenskra
verktakafyrirtækja. Og undir hvaða formerkjum? Jú, þeim að
samkvæmt EES samningi um frjálst flæði vöru,
vinnuafls, fjármagns og þjónustu sé þetta bæði sjálfsagt og
eðlilegt, enda innri markaður Evrópu öllum opinn. Í þessu skjóli
hafa kaupahéðnar tekið sér það sérkennilega hlutverk að útdeila
fátækt fátækustu landanna yfir til hinna betur settu. Öll íslensk
fyrirtæki, sem vilja ...Um þessar mundir er til að mynda
mikið talað um hátt verð á húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, allar nýbyggingar seljast eins og
heitar lummur og verðið rýkur upp sem aldrei fyrr. Jafnframt er
upplýst að aldrei hafi fleiri erlendir verkamenn verið í
byggingavinnu á Suð-Vesturhorninu. Og ef það væri ekki dálítið eins
og út úr hagfræðilegri kú lægi beinast við að álykta...
Lesa meira
Best er að rækta blóm í brjóstum sem finna til. Í Brussel
voru friðarblóm ræktuð á NATO-samkomu síðustu helgi í brjóstum
valdsmanna. Reynt var að tengja löskuð hjörtu á ný og finna
samhljóm í herlúðrum. Bush mætti og reyndi að stjórna kór sínum til
söngs. Sumir kórfélaga voru kvefaðir. Aðrir misstu athyglina
þegar þeir hugleiddu milljónir andmælaradda við kórlaginu.
Samsöngurinn varð ósamstilltur. Loft var enn lævi blandað á góðra
vina fundi. Fréttaþjónar hafa upplýst okkur um mikilvægi þess að
...
Lesa meira
Fyrir fáeinum dögum var haft eftir menntamálaráðherra í
Morgunblaðinu að til stæði að breyta afnotagjöldum Ríkisútvarpsins
"í þá veru" að leggja þau niður og verður ekki sagt að ráðherrann
hafi verið mjög skýrmælt...Stofnunin gegnir gríðarlega mikilvægu
hlutverki og er, þrátt fyrir að útvarpsráð sé kosið af Alþingi,
(eða kannski vegna þess) eini frjálsi og óháði fjölmiðill landsins,
eini fjölmiðillinn sem hefur þá samfélagsskyldu að veita sem
réttastar upplýsingar og á að vera opinn fyrir gagnrýninni
umræðu...Æðsta stjórn stofnunarinnar ætti ekki að fylgja
kosningaúrslitum, að minnsta kosti ekki einum saman. Finna ætti
aðferð til að útvarpsráð ætti rætur í þjóðinni án þess að
stjórnmálaflokkarnir væru einu milliliðirnir...er eðlilegast að
tengja tekjur útvarpsins fasteignum þannig að af öllum fasteignum
séu ekki einungis innheimtir skattar, og gjöld fyrir núverandi
veitur, heldur ætti líka að innheimta skatt fyrir veituna sem
tryggir traustan aðgang að vönduðum fréttum og menningarefni. Í
stað afnotagjaldsins ættu að koma útvarpsgjald
innheimt af öllum fasteignum í landinu...þurfa eigendur annarra
miðla, sem eru margir hverjir stórir auglýsendur sjálfir, á
auglýsingatíma í RÚV að halda...
Lesa meira
...Ófaglærðir iðnaðarmenn með fölsk sveinsbréf og bílpróf frá
láglaunaríkjum eru teknir fram fyrir íslenska iðnarmenn. Dapurlegt
er að landið sem margir þessara manna koma frá er stjórnað af
svokölluðum Kommúnistaflokki Kína, sem sennilega er stærsti
fasistaflokkur sögunnar og sá alræmdasti. Þrælahald barna
viðgengst, ótrúlegur vinnutími, ekkert frí og óskiljanlega lág
laun. Margar þekktar vörur sem þið þekkið, ljósaperur, fatnaður,
leikföng, raftæki og fleira, eru framleiddar af kínverskum þrælum í
nafni kommúnismans. Eins og sést á þetta ekkert skylt við
kommúnisma...
Lesa meira
Morgunblaðið sagði frá því um daginn að launamunur hafi aldrei
verið meiri. Sama dag birti Fréttablaðið frétt um að bankarnir
hefðu grætt 41 milljarð á síðasta ári. Samþjöppun fyrirtækja eykst
dag frá degi og fjármálafáveldið herðir tökin á sama tíma og stórir
hópar íslenskrar alþýðu lifir við fátækramörk. Út í hinum stóra
heimi deyr fólk úr hungri í tugþúsundatali og fólki er slátrað
af miskunarlausum stríðsherrum. Óréttlætið er
óbærilegt...Börn okkar og barnabörn eiga heimtingu á því að erfa
réttlátt þjóðfélag.
Lesa meira
Mér gengur erfiðlega að skilja siðfræði hægri manna. Raunar hef
ég aldrei skilið hvernig einstaklingshyggja geti verið hugsjón. Eða
að Kristur geti verið leiðtoginn í lífi hægri manna, hvað þá
helgaður þeim. Ein af höfuðklisjum hægri manna er að vinstri menn
geti ekki stjórnað vegna óráðsíu í fjármálum. Hannes Hólmsteinn
grípur hvert tækifæri til að fara með ellefta boðorðið, sem hann
kallar svo og segir vinstri menn ekki kunna að virða (fremur en
hin): "Þú skalt ekki gera góðverk á kostnað náunga þíns." Raunar
hefur mér virzt að aðal kennisetning hægri manna í siðfræði sé
þessi...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum