Frjálsir pennar 2005
...CIA eða bandarísk stjórnvöld þræta hreint ekki fyrir
réttarbrot, mannrán, leynidýflissur og alþjóðlega leyniflutninga á
fólki. Þverrt á móti er slíku lýst sem hrósverðri, opinberri
stjórnarframkvæmd í BNA !
Íslenski svartálfurinn, Björn Bjarnason er í öðrum
heimi. Hann heldur því fram að slík opinber bandarísk
stjórnarstefna og framkvæmd hennar sé "ómarktækur orðrómur",sem
engra viðbragða krefst. Björn ráðherra vill vera álfurinn á hólnum.
En getur svartálfur gengt embætti mannréttindaráðherra á
Íslandi ? Getur lýðveldið Ísland staðið meðal þjóða á grunni
...
Lesa meira
...Það fólk sem nú er að komast á eftirlaunaldur er fókiið sem
byggði upp þjóðfélagið eins og það er. Það eru sjómenn,
bændur, iðnaðarmenn og verkafólk sem vann hörðum höndum fyrir sér
og börnum sínum með þeim stórkostlega árangri að næsta kynslóð gat
lifað í vellystingum praktuglega. Einmitt það sem þetta fók
barðist fyrir. En á það ekki skilið umbun fyrir sitt
brautryðjendastarf? Á það að lepja dauðan úr skel við
ævilokin? Á það að kúldrast í litlum skáp á einhverju
"hjúkrunarheimili" síðustu stundirnar? Á það að vera
eins og betlarar og þurfa að sækja um smáaura til að geta glatt
afkomendur sína með súkkulaðistykki eða brjóstsykursmola?
Það eru ekki mörg ár síðan að þúsund krónur voru mikið fé, milljón
var eitthvað sem menn vissu að var til en enginn þekkti. Milljarður
var stjarnfræðilegt. Nú virðist það vera skiptimynt.
Einhver fer út í búð að kaupa vindil með síðdegiskoníakinu og
kaupir þá alla sjoppuna úr því hann var þar á ferð hvort sem
var.
En mun það fólk sem elst upp við milljarða láta sér lynda að búa
við nokkur þúsund á mánuði? Það er ekki vafi að
groupfólkið vill annað...
Lesa meira
Baráttusvið væntanlegra sveitarstjórnakosninga er smátt og smátt
að opnast. Þótt við, sem búum utan Reykjavíkur, lítum ekki á okkur
sem pólitísa aukaafurð, þá fer ekki hjá því að í höfuðborginni er
líklegast að meginstrauma verði vart - strauma sem hafa heilmikil
áhrif á landsmálapólitíkina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið í
sitt lið og fer ekki á milli mála að flokkurinn stefnir inná
miðjuna. Foringjar Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún og Stefán
Jón Hafstein segja slíkt hið sama um markmið síns flokks; miðjan er
baráttuvettvangurinn. Um leið og ljóst var að Vilhjálmur Þ. myndi
leiða lista Sjálfstæðisflokksins stökk Stefán Jón fram á völlinn og
sagði nokkurn veginn þetta...
Lesa meira
Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem
bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var
að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks ...Kallaði ég þar eftir skýrum svörum frá forystu
Samfylkingarinnar um hver hinn raunverulegi pólitíski vilji
Samfylkingarinnar er. Ég spurði hvort Samfylkingin vildi vinna með
hinum stjórnarandstöðuflokkunum að uppbyggingu betra þjóðfélags
fyrir alla, eða með íhaldinu að enn frekari tilfærslu auðs og eigna
til handa fáum. Vil ég að Samfylkingin svari þeirri spurningu fyrir
næstu alþingiskosningar og gangi þar með bundin til kosninga. Svari
skýrt og skorinort hvort hún vilji vinna til hægri eða
vinstri...
Lesa meira
Þegar ég var unglingur þá orti ég lítið ljóð sem var á þessa
leið...
Þetta minnir mig einhvernveginn á tímann og Símann, því tíminn sem
leið frá því kjötkatlafurstar einkavæðingar vildu fyrst gefa Símann
og þar til þeir gáfu hann, var á margan hátt einkar dýrmætur tími.
Mér er sagt að einkavinavæðingarnefndin hafi...Svo er það annað sem
tengir saman tímann og Símann, og það er sá tími sem er liðinn frá
því nýir eigendur Símans lofuðu að hagræðingin myndi nú ekki hafa í
för með sér neina sérstaka annmarka fyrir landsbyggðina, og þar til
þessir sömu eigendur byrjuðu að segja upp starfsfólki úti á landi.
Svo kemur önnur skemmtileg tenging upp, en það er...
Lesa meira
Flugvöllurinn í Vatnsmýri á að vera þar sem hann er, allt þar
til menn hafa fundið lausn sem er sambærileg eða betri en sú sem nú
er að virka. Auðvitað eru menn alltaf að koma með lausnir, en þær
lausnir sem þegar hafa komið fram í máli þessu eru hver hinni
verri. Sumar hverjar jafnvel svo kjánalegar að á þær er ekki hægt
að minnast ógrátandi. Mál þetta má ekki sækja á þeirri forsendu
einni, að menn vilji eignast dýrt land undir byggingar svo þétta
megi byggð í borginni, því slík hugsun nær ekki að segja okkur
hvernig flugsamgöngurnar eiga að vera um ókomin ár. Og það er
einfaldlega ekki nógu skýr hugsun, að setja af stað samkeppni um
skipulag í Vatnsmýrinni, á meðan framtíð flugsamgangna milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hangir í lausu lofti. Það er ekki
heldur nóg að ...
Lesa meira
...Sjónum okkar hefur líka verið beint að misrétti á öðrum
sviðum, í stjórnmálum, þar sem peningavaldið er og inni á heimilum
þar sem allt of margar konur búa við öryggisleysi og ógn. Margt er
óunnið í kvenfrelsismálum en kvenfrelsi er forsenda þess að
jafnrétti náist. Ef kvennabarátta síðustu aldar hefur kennt okkur
eitthvað hlýtur það að vera að jafnrétti næst ekki af sjálfu sér.
Til að ná jafnrétti þarf stöðuga baráttu bæði í vörn og sókn. Það
er svo sannarlega tilefni til að íslenskar konur - og karlar, snúi
bökum saman í baráttunni og sýni að sá hugur sem einkenndi 24.
október fyrir þrjátíu árum síðan býr enn í okkur. Mætum öll í
kröfugöngu klukkan þrjú á mánudaginn og göngum fylktu liði undir
slagorðinu "konur höfum hátt" niður á Ingólfstorg. Gerum 24.
október 2005 að upphafi endaloka kynjamisréttis...
Lesa meira
...Ég myndi stofna fjölmiðla og byrja á dagblaði (þó nú væri,
fyrrverandi ristjóri Þjóðviljans!). Ef vel gengi myndi ég sennilega
færa út kvíarnar, en látum það liggja á milli hluta. Hverskonar
blað myndi ég stofna og hverjir fengju vinnu á því blaði og á hvaða
forsendum? Til að einfalda skilgreiningarnar myndi ég stofna
vinstri sinnað blað, gagnrýnið á misréttið sem viðgengst í
samfélaginu og heiminum öllum - en um leið skemmtilegt blað með
fjölbreyttu innihaldi. Á þessum forsendum myndi ég ráða ritstjóra
sem síðan réði sér samstarfsmenn á ritstjórnina og framkvæmdastjóra
til að sjá um fjármálin og annað starfslið. Myndi ég ráða Styrmi
Gunnarsson, Hannes Hólmstein, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða
Ingu Jónu Þórðardóttur sem ritstjóra? Eða Kjartan Gunnarsson sem
framkvæmdastjóra? Að sjálfsögðu ekki. Ég myndi ekki ráða hægri mann
til að ritstýra vinstri sinnuðu blaði, ekki frekar en Árvakur myndi
ráða Steingrím J. og Ögmund til að ritstýra Mogganum. Þetta skilja
allir. Ég myndi segja ritstjóranum að "misnota" blaðið alveg
miskunnarlaust gegn...
Lesa meira
Allt frá þeim degi er Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði að greiða
tíund í sjóði Sjálfstæðisflokksins, hefur fyrirtækið Baugur verið í
sóttkví Davíðs Oddssonar. Smithættan var talin svo mikil að öllu
var fórnað til að koma í veg fyrir þann faraldur sem út gat
brotist. Baugur rann af fingri blárrar handar, sjúklegur farsi var
farinn af stað og eitthvað varð til bragðs að taka. Forsöguna þarf
að rekja alltaf annað slagið svo þjóðin sofni ekki á verði. En
aðalatriðin eru örfá, um leið og þau eru öll afar mikils virði.
Davíð Oddsson, eða hvað hann nú heitir sá ónefndi maður, vissi um
ráðabrugg Jóns Geralds, þegar upp kom hið sérkennilega mútumál...Og
það er ábyggilega ekkert annað en tilviljun að Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra, skuli halda því fram að yfirvöld dómsmála hafi
ekki sagt sitt síðasta í Baugsmálinu. Ef einhver maður er alvarlega
innvígður í Sjálfstæðisflokkinn, þá er það Björn Bjarnason og hann
veit eflaust hvað er hægt að gera í stöðunni...
Lesa meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands
hefur orðið að breyta hefðbundnum lofgreinum sínum um Davíð Oddsson
í eftirmæli...Og hvað situr svo þjóðin uppi með núna? Jú
nokkurnveginn þetta: Sömu aðilar - Baugur auðvitað - ráða ekki bara
mörgum sjónvarpsstöðvum, blöðum og tímaritum - þeir ráða líka
fjarskiptafyrirtæki og tölvuþjónustu (fyrir utan allt annað).
Afleiðingin er sú að nú er komin upp ný tegund af tortryggni í
samfélaginu. Hvernig stendur á því að tölvupóstur sem fer í gegnum
netþjónustu hjá móðurfyrirtæki Fréttablaðsins lendir inná ritstjórn
blaðsins? Og hvernig stendur á því að framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins er á fundi með ritsjóra Morgunblaðsins til að
leiðbeina um val á lögfræðingi í málaferlum gegn Baugi? Niðurstaðan
er þessi...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum