Frjálsir pennar Desember 2004
Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur eina ferðina
enn sýnt og sannað að henni verður ekki fisjað saman þegar neyðin
kallar. Á dögunum tilkynnti hún um hvorki meira né minna en 5
milljóna króna framlag til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum við
Indlandshaf þar sem nú er talið að um 100 þúsund manns hafi látið
lífið, þar sem milljónir eru nú heimilislausar og þar sem mikilvægt
er að brugðist verði skjótt við til að koma í veg fyrir
smitsjúkdóma sem geta orðið tugþúsundum manna að
fjörtjóni...
Lesa meira
...Jólaguðspjallið er einföld saga - en innihaldsrík. Á
yfirborðinu er allt friðsælt og fagurt en lesandinn þarf ekki að
velkjast lengi í vafa um að þar er þungur undirstraumur. Það er
hvorki jólasnjór né hækkandi sól, sem helgisögn Lúkasar snýst
um...Þessa dagana les ég í nýútkominni bók vestanhafs.
Fréttamaðurinn sem skrifar bókina, sem heitir Fall
Bagdadborgar, er staddur í sjúkrahúsi í Bagdad löngu eftir að
forseti Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að stríðinu væri lokið.
Tugir þúsunda óbreyttra borgara í Írak hafa eftir það látið lífið
og særst í átökum. Blaðamaðurinn, Jon Lee Anderson, lýsir því sem
fyrir augu ber þennan daginn. Hann horfir á lítið barn limlest og
látið á sjúkrahúsinu. Lýsingin er í hrópandi mótsögn við yfirlýstan
mannúðlegan tilgang stríðsins. Orðrétt segir...
Lesa meira
Svo ógurlegur var Hundtyrkinn í Eyjum forðum að hann bar með sér
flösku með mannsblóði blönduðu byssupúðri til að auka sér grimmd.
Þá sögu sögðu fréttamenn 17.aldar, prestar og
annálaskrifarar sumir. Ekki þótti verra að lýsa skrattakollum
þessum hressilega! Grýlusögur fjalla um mannætu.
Grýla er þó ekki persóna í öllum grýlusögum. Grýlasagan um þessi
jól verður um...
Lesa meira
Eftirfarandi spurningar og svör lúta að væntanlegri
yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times...Til
hjálparstofnana ættu allir aflögufærir að gefa. Samkvæmt frétt RÚV
kostar hernaðurinn í Írak 63 milljarða króna á viku og verður
bráðlega 95 milljarðar króna, ca. ein Kárahnjúkavirkjun á viku.
Nafn okkar og orðspor sem vopnlausrar og friðelskandi þjóðar er
líka nokkurra króna virði. - Verði afgangur af söfnunarfénu rennur
hann óskertur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum
borgurum í Írak...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum