Fara í efni

Nokkrar ábendingar um skilgreiningar í hernaði

Umræðan um það hvort "friðargæsluliðarnir" séu eða séu ekki hermenn, hefur fyrst og fremst lagalega þýðingu:

(a) Eru þeir í "herþjónustu" sbr. 114. gr. alm. hegningarlaga ?

(b) Eru þeir "hermenn" sbr. skilgreiningu viðbótarbókunar I við Genfarsáttmálana?

 

Til að svara (a) er rétt að leita fanga í þjóðarétti. Það er engin alþjóðleg skilgreining á "herþjónustu". Hins vegar skilgreinir Viðbótarbókun I við Genfarsáttmálana hvað er átt við með "stríðandi aðila" og hvað er átt við með "óbreyttum borgara". Það er því nauðsynlegt að svara (b) til að svara (a).

 

Gr. 43 í viðbótarbókunininni I (1977) við Genfarsáttmálana (frá 12. ágúst 1949) [Additional Protocol I to the Geneva Conventions of 12 August 1949] skilgreinir hvað eru "armed forces" (ég er með íslensku útgáfu Viðbótarbókunarinnar):

"1. The armed forces of a Party to a conflict consist of all organized armed forces, groups and units which are under the command responsible to that Party for the conduct of its subordinates, even if that Party is represented by a government or an authority not recognized by an adverse Party...; (2) Members of the armed forces of a Party to a conflict (other than medical personnel and chaplains covered by Article 33 of the Third Convention) are combatants, that is to say, they have the right to participate directly in hostilities; (3)..."

Eða á að byggja á fordæmi NATÓ og Bandaríkjanna um það hver séu lögmæt skotmörk ?

1. Þann 23. apríl 1999, samþykktu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að fjölmiðlar (í Serbíu) væru lögmæt skotmörk, þótt engir hermenn var þar að finna.

2. Þann 2. nóv. 2001 greindu fulltrúar bandarískra hersins að þorpið Chowkar-Karez í Afghanistan hafi verið "lögmætt skotmark" úr lofti fyrir að hafa hýst Talíbana. Um 25 óbreyttir borgarar lágu í valnum, að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Fulltrúar bandaríska varnarmálaráðuneytisins neituðu hins vegar skilgreiningu HRW um þetta hafi verið "óbreyttir borgarar" og vísuðu til þess að meðlimir Talíbana og Al Qaeda væru oft ekki í herbúningum. (frétt frá CNN 2.11.2001). Með túlkun sinni víkkuðu bandarísk hernaðaryfirvöld skilgreiningu "lögmæts skotmarks" til almennra borgara sem grunaðir eru um að taka þátt í átökum þótt þeir beri engin vopn og klæðast ekki herbúniningum.

Miðað við ofangreindar forsendur er ljóst að íslensku "friðargæsluliðar" eru lögmæt skotmörk af a.m.k. þrem ástæðum:

1. Þeir eru óaðskiljanlegur hluti hernámsliðsins NATÓ í Afghanistan og lúta herreglum. Skilgreining á "combatant" á ekki eingöngu við þá sem skjóta, heldur við alla sem standa að hernaðaraðgerðum, þ.m.t. þá sem manna radartæki og hjálpa við herflutninga.

2. Þeir bera vopn

3. Þeir klæðast herbúningum

4. Þeir nota vopn ekki aðeins til sjálfsvarnar, heldur einnig til að verja aðra hermenn gegn árásum (eins og kom fram í Kjúklingastræti í Kabúl).

Ég vil einnig minnast á, að íslensk stjórnvöld hafa skirrst við að framfylgja ákvæðum Genfarsáttmála um setningu löggjafar gegn stríðsglæpum (sbr. t.d. 146. gr. IV Genfarsáttmálans og samsvarandi ákvæðum í hinum þrem sáttmálum). Ég hef margsinnis bent á þetta í bréfum til ýmissa dómsmálaráðherra, en án árangurs. Einnig skorar ICRC í Genf reglulega á aðildarríki að setja innlenda löggjöf gegn stríðsglæpum. Vanefndir íslenskra stjórnvalda í þeim efnum eru ekki tilviljun eða gleymska, heldur pólítisk ákvörðun, sem að mínu mati er unnt að rekja til bandarískra yfirvalda eða til NATÓ. Það er ekkert annað sem ég sé að geti skýrt þessar vanefndir.

Elías Davíðsson