Frjálsir pennar Október 2004
Það er ekkert lát á góðu fréttunum. Þeir láta ekki einungis að
stórum hluta "hanna" bræðsluna á Indlandi, heldur búa þeir sig
undir að taka á móti stórum hópi verkafólks. Eru að flytja 900
"bragga" frá Ungverjalandi til Reyðarfjarðar og 200 "bragga" frá
Houston í Texas ! Það er greinilega gert ráð fyrir mikilli
mannfjölgun á Reyðarfirði. En í hvaða heimi lifa forystumenn
launþegahreyfingarinnar? Þeir studdu flestir þessa
"stórframkvæmduir, með þeim rökum að um svo mikla
atvinnuuppbyggingu yrði að ræða. Ég man að fyrir 2 sumrum voru ca
115 manns á atvinnuleysisskrá á Austurlandi. Nú er talan uþb 100
...
Lesa meira
Mikil umræða hefur skapast um kennaraverkfallið og höfum við
sveitarstjórnarmenn legið undir nokkru ámæli fyrir athafnaleysi,
jafnvel sinnuleysi um velferð þeirra 45 þúsund grunnskólabarna sem
enga kennslu fá - og hafa ekki fengið á fimmtu viku. Á
spjallsíðu okkar vinstri grænna hefur heyrst hljóð úr horni, m.a. í
minn garð og annarra sveitarstjórnarmanna úr röðum VG. Þetta
er eðlilegt því fimm vikna verkfall allra grunnskólakennara í
landinu er grafalvarlegt mál og því von að spurt sé hvað við
sveitarstjórnarmenn séum að hugsa. Af hverju við semjum ekki
orðalaust við kennara....Það hefur verið beðið um aðkomu
ríkisins. Ég tel að það sé að vissu leyti tvíeggjað
sverð. Í öllu falli hafna ég algerlega aðkomu ríkisvaldsins í
formi lagasetningar og þarf ekki að fjölyrða um það mál. Ég
tel heldur ekki rétt að ...
Lesa meira
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein, sem birtist hér á vefnum,
um þá hugmynd að einhverskonar vinstri dagar kynnu að renna upp hjá
Halldóri Ásgrímssyni með haustinu. Ég játa að hugmyndin var í hæsta
máta einkennileg og til vitnis um afar gamaldags skilning á
Framsóknarþankagangi. Maður ólst upp við að Framsókn þreyttist
annað slagið á nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, í flokknum
væru alltaf einhverjir tiltölulega vinstri sinnaðir hópar sem vildu
til dæmis ekki ganga of langt í að skerða velferðarkerfið og í
eldri-gamladaga voru meira að segja hópar í flokknum sem voru
harðir andstæðingar bandarískrar hersetu á Íslandi. Þessi sýn á
flokkinn...
Lesa meira
Ég las það í Mogganum að til stæði að fjölga í "íslensku
friðargæslunni" í Afganistan upp í 50. Bandaríkjamenn eru 1000
sinnum fleiri en við. Samkvæmt bandarískri stærðargráðu værum við
því að senda 50 000 manna herlið til Afganistan. Ekki eru viðbrögð
fjölmiðla í samræmi við þetta...Annars er ég búinn að vera veikur
og þar af leiðandi ekki fylgst nógu vel með. Sérstaklega þykir mér
hart að hafa ekki getað fylgst með lýðræðisvakningunni í
Afganistan. Þó náði ég því að allir frambjóðendur í
forsetakosningunum utan einn drógu framboð sitt til baka vegna
ásakana um kosningasvindl. ...En hver skyldi óvænt kominn til
Íraks, einnig samkvæmt fréttatíma Ríkisútvarpsins í morgun? Enginn
annar en ...
Lesa meira
Í fjöldamorðunum þann 11. september 2001 dóu tæplega 3000 manns.
Þessi fjöldamorð, þau mestu í nútímasögu Bandaríkjanna, vöktu
réttmætan óhug um allan heim og kölluðu fram mikla samúð við
syrgjendur og við bandarísku þjóðina. Þótt engin samtök hefðu lýst
sig ábyrg fyrir þessum fjöldamorðum, kappkostuðu stjórnvöld og
þingmenn Bandaríkjanna að kenna Al Qaeda samtökunum og Osama bin
Laden um verknaðinn. Margir hafa - af skiljanlegum ástæðum - treyst
opinberri frásögn bandarískra yfirvalda um atburðarásina og um
meinta aðild Osama Bin Laden að fjöldamorðunum. Fjölmiðlar, sem
byggðu frásagnir sínar aðallega á upplýsingum frá
alríkislögreglunni (FBI) í Bandaríkjunum, gátu að sjálfsögðu ekki
sannreynt heimildir sínar en miðluðu tilkynningar FBI nær
gagnrýnislaust. Okkur var því sagt að þann dag hafi...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum