Frjálsir pennar September 2004
...Drífa Snædal telur að draga muni úr þrýstingi á
sveitastjórnarmenn að semja, ef kennarar eru ekki nógu harðir á
svona hlutum. Þetta held ég að sé misskilningur. Þrýstingur
foreldra á sveitarstjórnir er mjög mikill og eykst með hverjum
deginum. Hann kemur að sönnu ekki fram í fjöldamótmælum eða öðru
slíku en hann blasir eigi að síður við. Sveitarstjórnarmenn vita
ósköp vel að þeir bera ábyrgð á menntun grunnskólabarna og að þeir
fá yfir sig allskonar klúður á heimavelli ef verkfallið dregst á
langinn. Haldi kennarar ekki skynsamlega á málum úti í samfélaginu,
kemur það á hinn bóginn harkalega í bakið á samtökum þeirra,
jafnvel í mörg ár. Foreldrar, sem verða að skipuleggja tíma sinn og
barnanna uppá nýtt, geta ósköp einfaldlega ...
Lesa meira
Jæja, byrja gömlu lummurnar - verkfallsvopnið er úrelt
baráttutæki. Sveitarfélögin fara á hausinn ef gengið verður að
kröfum kennara og yfirlýsing frá Seðlabanka Íslands og
Hagfræðistofnun Háskólans um að alls ekki megi auka opinber
útgjöld. Kennarar hafa það á samviskunni að grunnskólanemendur
leggist í ólifnað og gott ef þau verði ekki fíkniefnaneytendur upp
til hópa. Í samfélagi þar sem öll eiga að vera sjáfum sér næst er
samtakamáttur ógn og ég tala nú ekki um þegar opinbert starfsfólk
heimtar hluta af góðærinu. Það er ekkert sérstaklega trúverðugt að
á sama tíma og talað er um skattalækkanir barma stjórnvöld sér
mikið undan ...
Lesa meira
Í vikunni gafst prýðilegt tækifæri til að kynnast
pólitískum þankagangi Ólafs Sigurðssonar og félaga á Sjónvarpinu.
Frá því var greint að fellibylurinn Ivan grimmi stefndi á Kúbu. Nú
bar vel í veiði enda fylgdu nákvæmar lýsingar á hve húsakostur væri
bágborinn á Kúbu. Húsum á hinni sósíalísku Kúbu væri illa viðhaldið
og því búist við miklu tjóni. Það var fremur létt yfir þeim
sjónvarpsmönnum þegar þeir lýstu því fyrir okkur hve Kúba væri illa
í stakk búin til að taka á móti Ívan grimma. Ekki varð ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum