Frjálsir pennar Júlí 2004
Nú eru Bandaríkjamenn búnir að láta lausan sænska fangann í
Guantanamo-búðunum, Mehdi Ghezali. Umheiminum berst því enn ein
frásögnin af pyntingum sem þar hafa farið fram. Mehdi Gezali
sem varð 25 ára nú fyrir nokkrum dögum, lýsir því hvernig hann var
hlekkjaður og pyntaður tímum saman, allt að 14 klukkustundum í
senn. Hann var, í tvö og hálft ár, í klefa sem var þrjú löng skref
á lengd og tvö til þrjú skref á breidd. Allan þennan tíma var hann
ávarpaður með númeri, "US9SWE000166", aldrei með nafni. Í janúar
2002 var Ghezali...
Lesa meira
Svo er hitt að Framsóknarflokknum á ekki að líðast að velja á
milli vinstri og hægri aflanna og ráða þannig í reynd hverjir sitja
við stjórnvölinn hverju sinni, vinstri menn eða hægri menn - en
alltaf í samstarfi við Framsóknarflokkinn! Slíkt er ávísun á
spillingu, því þannig flokkur er alltaf í aðstöðu sölumannsins sem
jafnan spyr: Hver býður best? Farsælast þætti mér að núverandi
stjórnarsamstarfi yrði slitið hið bráðasta - efnt til kosninga og
síðan mynduð stjórn með vinstri slagsíðu. Haldi
Framsóknarflokkurinn sínu striki og púkki áfram undir íhaldið þykir
mér vel koma til greina að ...
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson hefur rétt fyrir sér í því að
stjórnmálaflokkar eigi ekki að flökta eftir skoðanakönnunum - þeir
geta neyðst til að taka erfiðar ákvarðanir sem ekki eru til
skammtíma vinsælda fallnar. Aftur á móti skjátlast honum hrapallega
um það að Framsóknarflokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að
flökta eftir Sjálfstæðisflokknum til þess eins að halda gangandi
ríkisstjórnarsamstarfi. Þessa dagana verður þjóðin vitni að
makalusri pólitískri endaleysu sem er hvort tveggja í senn til
skammar fyrir Alþingi og minnkunar fyrir þjóðina. Til skammar fyrir
þingið vegna ...
Lesa meira
Svo fáum við að kjósa um þessi lög vorið 2007. Ég ætla að
vona að það verði sólríkur dagur sá kjördagur þegar flestir drífa
sig að kjósa um fjölmiðlalögin og hugsa ekki um nokkurn hlut
annan. Það er naumast að tilvonandi og fyrrverandi ætla að
þjóðin sé langræk og væri svo sem allt í lagi ef sú yrði
raunin. En hvað á sá sjálfstæðismaður að gera, sem er
algerlega á móti fjölmiðlalögunum en vill samt styðja flokkinn sinn
áfram, eða vinstri grænn sem sem væri fylgjandi þessum
lögum en ...
Lesa meira
Fyrir nokkrum árum fór ég í sædýragarð í Orlando sem heitir Sea
world. Eitt af því sem þar var boðið upp á til skemmtunar voru
háhyrningar sem höfðu verið tamdir og hlýddu þeir í einu og öllu
því sem umsjónarmennirnir fóru fram á. Mig minnir að þeir hafi
verið rúmlega 30 að tölu, sennilega 31. Allir syntu þeir í takt,
stukku upp í loftið þegar það átti við, skvettu þegar það átti við
og földu sig þegar það átti við. Tamningamennirnir voru tveir og
stóðu þeir gjarnan ...
Lesa meira
Ef lágmark til að fella lögin væri sett við að andstæðingar
væru yfir 50% þeirra sem á kjörskrá eru, væri möo gerð
krafa um 67% andstöðu við frumvarpið! Ef hinsvegar væri miðað við
kosningaþátttökuna í forsetakosningunum um síðustu helgi og ekki
gefinn kostur á að greiða utankjörfundar væru samsvarandi hlutföll
: 63% - 15% (sem næmi áætluðu atkvæðamagni utankjörstaða) = 53,5%.
Krafan um að yfir 50% þýddi í því tilfelli að 93,5%
kjósenda yrðu að hafna frumvarpinu! Þetta eru nú aldeilis
LÝÐRÆÐISSINNAR í lagi ! ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum