Frjálsir pennar Júní 2004
Stjórnarandstaðan ætti að slaka meira á yfir þessum hugmyndum og
kanna hvaða kostir kunni að felast í þeim. Segjum að sett verði
almenn regla um að í svona tilvikum þurfi fleiri kosningabærir menn
en ráðandi þingmeirihluti hefur á bak við sig að greiða atkvæði
gegn lögunum til að fella þau. Í þeirri reglu felast gríðarleg
tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna og reglan ætti að öllu jöfnu að
hleypa geysilegu lífi í undirbúninginn og skapa kraftmikla
kosningabaráttu. Þar að auki er ...
Lesa meira
Þá eru forsetakosningar að baki og hirð forsætisráðherra komin á
handahlaup við að sanna að forsetinn hafi gjörtapað kosningunum. Að
stuðningur 85% gildra atkvæða eða ef við viljum heldur 67%
stuðningur þeirra sem komu á kjörstað sé stórtap, reiðarslag eins
og forsætisráðherra sagði í vímu NATO fundar í lýðræðisríkinu
Tyrklandi, er fyrir ofan minn skilning, en ég hef nú heldur ekki
mikinn skilning. Svo er allt í einu farið að tala um hlutfall af
þeim sem voru á kjörskrá. Ég man að vísu ekki eftir að það hafi
verið gert áður, en ...
Lesa meira
Þær raddir verða háværari sem krefjast raunverulegra breytinga
og segja einfaldlega: Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og VG
eiga að ganga til næstu Alþingiskosninga sem kosningabandalag, þar
sem tekist verður á um hvort fólk vill óbreytt ástand eða nýjar
áherslur. Stolt kosningabandalag, sem gengi til kosninga bundið af
stjórnarsáttmála, þar sem fram kæmu þær áherslur og málefni sem
flokkarnir myndu vinna eftir er þeir kæmust til valda. Glæsilegt
kosningabandalag sem hefði skýra stefnu og þyrði að bjóða fram
raunverulegan valkost gegn því afturhaldi sem nú er við völd. Að
sjálfsögðu gerir fólk sér grein fyrir að...
Lesa meira
Hryðjuverk setja svip á hina pólitísku umræðu samtímans.
Tíðindum af skelfilegum hermdarverkum linnir ekki, myndir blasa
hvarvetna við af eyðileggingu, þjáningum og blóðsúthellingum. Í
slíkum aðgerðum eiga margir hlut að máli: skæruliðahópar,
einræðisherrar og lýðræðislega kjörin stjórnvöld leggja þar öll
hönd á plóginn. Á þessari heimasíðu hafa menn velt því fyrir sér
hvort unnt sé að setja hryðjuverk undir einn hatt: eru hryðjuverk
Palestínuaraba réttlætanlegri eða jafnvel "göfugri" en hryðjuverk
Ísraelsmanna? Eða eru þau sama eðlis, unnin af svipuðum hvötum í
sama tilgangi? Hvaða hugmyndafræði er að baki hryðjuverkum í
nútímanum? Geta hryðjuverk yfirleitt átt rétt á sér? Spurningum af
þessu tagi er ekki auðsvarað en þær eru svo sannarlega þess virði
að um þær sé fjallað...
Lesa meira
Við þurfum að tala hárri og skýrri röddu gegn ofbeldinu og nota
hvert einasta tækifæri sem gefst til að sýna Palestínumönnum
samstöðu. Slíkt tækifæri gefst nú um helgina. Félagið
Ísland-Palestína efnir til útifundar á Ingólfstorgi laugardaginn 5.
júní kl 14 og er fundurinn haldinn til að mótmæla stríðsglæpum
Ísraelshers í Rafah á Gazaströnd. Þann 5. júní eru 37 ár liðin frá
því að hernám Gaza og Vesturbakkans, að meðtalinni A-Jerúsalem,
hófst með Sex daga stríðinu 1967, en þá...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum