Frjálsir pennar 2004
Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur eina ferðina
enn sýnt og sannað að henni verður ekki fisjað saman þegar neyðin
kallar. Á dögunum tilkynnti hún um hvorki meira né minna en 5
milljóna króna framlag til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum við
Indlandshaf þar sem nú er talið að um 100 þúsund manns hafi látið
lífið, þar sem milljónir eru nú heimilislausar og þar sem mikilvægt
er að brugðist verði skjótt við til að koma í veg fyrir
smitsjúkdóma sem geta orðið tugþúsundum manna að
fjörtjóni...
Lesa meira
...Jólaguðspjallið er einföld saga - en innihaldsrík. Á
yfirborðinu er allt friðsælt og fagurt en lesandinn þarf ekki að
velkjast lengi í vafa um að þar er þungur undirstraumur. Það er
hvorki jólasnjór né hækkandi sól, sem helgisögn Lúkasar snýst
um...Þessa dagana les ég í nýútkominni bók vestanhafs.
Fréttamaðurinn sem skrifar bókina, sem heitir Fall
Bagdadborgar, er staddur í sjúkrahúsi í Bagdad löngu eftir að
forseti Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að stríðinu væri lokið.
Tugir þúsunda óbreyttra borgara í Írak hafa eftir það látið lífið
og særst í átökum. Blaðamaðurinn, Jon Lee Anderson, lýsir því sem
fyrir augu ber þennan daginn. Hann horfir á lítið barn limlest og
látið á sjúkrahúsinu. Lýsingin er í hrópandi mótsögn við yfirlýstan
mannúðlegan tilgang stríðsins. Orðrétt segir...
Lesa meira
Svo ógurlegur var Hundtyrkinn í Eyjum forðum að hann bar með sér
flösku með mannsblóði blönduðu byssupúðri til að auka sér grimmd.
Þá sögu sögðu fréttamenn 17.aldar, prestar og
annálaskrifarar sumir. Ekki þótti verra að lýsa skrattakollum
þessum hressilega! Grýlusögur fjalla um mannætu.
Grýla er þó ekki persóna í öllum grýlusögum. Grýlasagan um þessi
jól verður um...
Lesa meira
Eftirfarandi spurningar og svör lúta að væntanlegri
yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times...Til
hjálparstofnana ættu allir aflögufærir að gefa. Samkvæmt frétt RÚV
kostar hernaðurinn í Írak 63 milljarða króna á viku og verður
bráðlega 95 milljarðar króna, ca. ein Kárahnjúkavirkjun á viku.
Nafn okkar og orðspor sem vopnlausrar og friðelskandi þjóðar er
líka nokkurra króna virði. - Verði afgangur af söfnunarfénu rennur
hann óskertur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum
borgurum í Írak...
Lesa meira
...Ég get því ekki séð annað en að málið sé skýrt;
Bandaríkjamenn eru að flytja allt sitt herlið til í heiminum og
þeir eru að fara héðan líka. Ef að við viljum hins vegar kaupa
afnot af hertólum þeirra og hermönnum, þá má ræða það og reyna að
ná saman um hvað það eigi að kosta. Íslendingar eru með öðrum orðum
að koma sér upp málaliðaher. Við kaupum okkar her,
tilbúinn í pakka, og greiðum eigendum hans fyrir í föstu fé. Ef
engin greiðsla kemur til frá íslenska ríkinu, fer herinn
einfaldlega annað að sinna öðrum og brýnni hagsmunamálum fyrir
bandaríska heimsveldið...
Lesa meira
Umræðan um það hvort "friðargæsluliðarnir" séu eða séu ekki
hermenn, hefur fyrst og fremst lagalega þýðingu:
(a) Eru þeir í "herþjónustu" sbr. 114. gr. alm. hegningarlaga
?
(b) Eru þeir "hermenn" sbr. skilgreiningu viðbótarbókunar I við
Genfarsáttmálana?
Til að svara (a) er rétt að leita fanga í þjóðarétti. Það er
engin alþjóðleg skilgreining á "herþjónustu". Hins vegar
skilgreinir Viðbótarbókun I við Genfarsáttmálana hvað er átt við
með stríðandi aðila og hvað er átt við ...
Lesa meira
...Skólabróðir Baldurs er Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Á árum
áður vildu þeir "báknið burt". Nú hafa þeir báðir skilað sér heim
þar sem fyrir voru félagar þeirra, Friðrik Sóphusson, Davíð Oddsson
og Hannes Hólmsteinn Gissurarson alla tíð. Jón Steinar er
óumdeilanlega snjall lögmaður og óragur. Hann verður hins vegar
vegna framlags síns í þágu gagnagrunnsmálins vanhæfur í Hæstarétti
komi málið frekar til kasta réttarins eins og líklegt má telja.
Eins alþjóð veit skoruðu ríflega hundrað lögmenn með eigin
undirskrift á dómsmálaráðherra að veita Jóni embætti
hæstarréttardómara. Frelsi höfðu þeir til þessa en því fylgdu
skyldur - m.a. upplýsingaskylda. Meðferð áskorunarskjalsins ...
Lesa meira
Það er ekkert lát á góðu fréttunum. Þeir láta ekki einungis að
stórum hluta "hanna" bræðsluna á Indlandi, heldur búa þeir sig
undir að taka á móti stórum hópi verkafólks. Eru að flytja 900
"bragga" frá Ungverjalandi til Reyðarfjarðar og 200 "bragga" frá
Houston í Texas ! Það er greinilega gert ráð fyrir mikilli
mannfjölgun á Reyðarfirði. En í hvaða heimi lifa forystumenn
launþegahreyfingarinnar? Þeir studdu flestir þessa
"stórframkvæmduir, með þeim rökum að um svo mikla
atvinnuuppbyggingu yrði að ræða. Ég man að fyrir 2 sumrum voru ca
115 manns á atvinnuleysisskrá á Austurlandi. Nú er talan uþb 100
...
Lesa meira
Mikil umræða hefur skapast um kennaraverkfallið og höfum við
sveitarstjórnarmenn legið undir nokkru ámæli fyrir athafnaleysi,
jafnvel sinnuleysi um velferð þeirra 45 þúsund grunnskólabarna sem
enga kennslu fá - og hafa ekki fengið á fimmtu viku. Á
spjallsíðu okkar vinstri grænna hefur heyrst hljóð úr horni, m.a. í
minn garð og annarra sveitarstjórnarmanna úr röðum VG. Þetta
er eðlilegt því fimm vikna verkfall allra grunnskólakennara í
landinu er grafalvarlegt mál og því von að spurt sé hvað við
sveitarstjórnarmenn séum að hugsa. Af hverju við semjum ekki
orðalaust við kennara....Það hefur verið beðið um aðkomu
ríkisins. Ég tel að það sé að vissu leyti tvíeggjað
sverð. Í öllu falli hafna ég algerlega aðkomu ríkisvaldsins í
formi lagasetningar og þarf ekki að fjölyrða um það mál. Ég
tel heldur ekki rétt að ...
Lesa meira
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein, sem birtist hér á vefnum,
um þá hugmynd að einhverskonar vinstri dagar kynnu að renna upp hjá
Halldóri Ásgrímssyni með haustinu. Ég játa að hugmyndin var í hæsta
máta einkennileg og til vitnis um afar gamaldags skilning á
Framsóknarþankagangi. Maður ólst upp við að Framsókn þreyttist
annað slagið á nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, í flokknum
væru alltaf einhverjir tiltölulega vinstri sinnaðir hópar sem vildu
til dæmis ekki ganga of langt í að skerða velferðarkerfið og í
eldri-gamladaga voru meira að segja hópar í flokknum sem voru
harðir andstæðingar bandarískrar hersetu á Íslandi. Þessi sýn á
flokkinn...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum