Fara í efni

Nokkrar smávægilegar staðreyndir um stríð í Írak

Hvað þýðir stríð gegn Írak (eða eins og kanarnir segja, stríð gegn Saddam Hussein)?
Líklega létust á milli 80000 og 150000 hermenn og 100000 og 200000 óbreyttir borgarar í Persaflóastríðinu. Í kjölfarið fylgdi viðskiptabann sem gerir ráð fyrir að 10000 krónur eigi að fæða og klæða eina manneskju í heilt ár.  Unicef greindi frá því árið 1999 að eitt af hverjum sjö írökskum börnum nær ekki 5 ára aldri (miðað við 4 af hverjum 1000 á Íslandi).  5000 fleiri börn deyja í hverjum mánuði í Írak nú heldur en árið 1990, sem í 12 ár eru um 720000 börn.  22% írakskra barna eru vannærð (sjá http://www.unicef.org). Margir Írakar þjást af völdum geislunar vegna úraníums sem Bretar og Bandaríkjamenn notuðu í vopn sín, sem svo dreifðist um eyðimörkina.  Þetta er ein ástæða fyrir aukinni tíðni vansköpunar á nýfæddum börnum í Írak.  Bannað er að flytja inn ýmis lyf og tæki sem læknisþjónustan þarfnast.  Denis Halliday, aðstoðarritari SÞ, og Hans von Sponeck eftirrennari hans sögðu báðir af sér í mótmælaskyni vegna viðskiptabannsins sem þeir sögðu jafnast á við þjóðarmorð.  Í Nóvember 2001 skrifuðu þeir: “Dauði 5-6000 barna á mánuði kemur að mestu leyti til vegna mengaðs vatns, skorts á lyfjum og vannæringu.  Tafir á leyfisveitingu innflutnings tækja og efna frá stjórnum BNA og Bretlands eru valdar þessum hörmungum, ekki Bagdad.” (Sjá einnig t.d. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/635784.stm). 

Drög að stríðsáætlun BNA fyrir Írak gerir ráð fyrir enn meiri hörmungum. Tugir þúsunda sjó- og landliða ráðist í landið frá Kuwait.  Hundruðir flugvéla  munu gera gífurlegar loftárásir gegn þúsundum skotmarka, þ.á.m. á flugbrautir, vegi og samskiptamiðstöðvar.  Sérsveitir munu ráðast á geymslustaði eða tilraunastofur sem geyma eða framleiða meint gjöreyðingarvopn Íraka og skjóta þeim.  Allt að 250000 Bandarískir hermenn munu taka þátt.  Hugsanlegur eftirmaður Saddams Husseins er Najibe Saliki, fyrrverandi hershöfðingi í þjóðvarnarliði Saddams sem tók m.a. þátt í innrásinni í Kuwait árið 1990.  Hann er af mörgum álitinn stríðsglæpamaður, en utanríkisráðuneyti BNA lýsir honum sem “rísandi stjörnu”. [Suzanne Goldenberg, the Guardian].

Fjöldi fyrrverandi vopnaeftirlitsmanna SÞ halda því fram að Írak hafi að mestu verið rýrt vopnum og jafnvel yfirmenn í Pentagon viðurkenna að núverandi her Íraka sé aðeins um 1/3 af stærðinni sem hann var árið 1990.  Rolf Eheus, formanns deildar SÞ sem sem um að finna og eyða vopnum Íraka telur að um 93% af helstu vopnum Íraka hafi verið eytt.  Ef eitthvert ríki í miðausturlöndum ógnar nágrönnum sínum er það auðvitað Ísrael, sem beinir 200 kjarnavopnum á borgir víðsvegar í miðausturlöndum, en ég heyri Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson ekki styðja árás á það ríki, (sem betur fer).  Kjarnavopn hafa hinsvegar ekki fundist í Írak.

Í þeirri auglýsingaherferð sem nú á sér stað í BNA, og að einhverju leiti hér á Íslandi, til að selja almenningi þessa nýju árás er hún réttlætt með því að Saddam Hussein sé illmenni og að í Írak sé ekki lýðræði.  Einnig er bent á eiturefnaárásina í Halabja árið 1988 þar sem 5000 borgarar létu lífið (sem var ekki fordæmd á vesturlöndum, jafnvel styrkt).  Aðrir villimenn heimsins eins og Suharto, fyrrverandi Indónesíuforseti, og Ariel Sharon fá litla athygli.  Nú reynir á hvern og einn að standast áróðurinn og svara fyrir sig hvort völd yfir olíulindum Íraks séu milljón mannslífa virði.

Jón Karl Stefánsson.