Fara í efni

Frá lesendum

Þögnin um Kárahnjúka

Sæll Ögmundur Ég las grein Þorleifs Óskarssonar um fjölmiðla. Hann minnist þar á Kárahnjúkavirkjun og litla umfjöllun og rannsókn fjölmiðlamanna á henni.

Spegill, spegill herm þú mér...

Ögmundur. Hugsaðu þér einangraðan mann umkringdan grunnsigldum jámönnum. Hugsaðu þér svo að hann, miðpúnkturinn í þröngum fimm manna hópi, standi með spegil í hendi og fari um leið með gömlu þuluna: Spegill, spegill herm þú mér, hver kommi er í húsi hér? Og svo er alveg sama hvað hann lítur snöggt í Spegilinn, hann sér alltaf sína eigin spegilmynd, en myndin er ekki hann.

Hver er þín ábyrgð?

Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu.

Um frjálshyggju, jafnaðarstefnu og óheillakrákur

Sæll ÖgmundurÍ pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum?  Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður.

Kóngurinn, sprellarinn og ráðgjafinn

Nú kann vel að vera að ég sé eitthvað utan gátta í pólitíkinni þessa dagana, en erindið er sem sagt þetta: Er það rétt að Össur Skarphéðinsson sé óskoraður foringi stjónarandstöðunnar á þingi? Þetta heyrði ég í þættinum sunnudagskaffi á Rás 2 í síðastliðinn sunnudag.

Uppgjöf Morgunblaðsins?

 Sæll Ögmundur. Ég fagna því sem þú segir um Morgunblaðið því ég er eins og þú þeirrar skoðunar að Morgunblaðið eigi ríkari þátt í að gera okkur að heimsborgurum en við viljum kannski viðurkenna sem vildum sjá þúsund blóm blómstra í fjölmiðlaheiminum.

Á ekki að veita Davíð og Halldóri áminningu?

  . . . . . . Sæll Ögmundur! Nú hefur öldungadeild ástralska þingsins veitt John Howard forsætisráðherra formlegar ávítur fyrir blekkingar hans í undanfara Íraksstríðsins.

Eru Vinstri grænir til sölu?

Félagi Ögmundur.Nú er þröngt í búi hjá okkur smáfuglunum enda ný yfirstaðin kaup á nánast öllu gróðavænlegu hér á landi.

Í þjónustu ítalskra dóna

Komdu sæll Ögmundur.Þeir sem nenna að setja sig inn í ráðslag forsvarsmanna og fulltrúa ítalska verkatakafyrirtækisins á austfirska hálendinu gagnvart verkamönnum komast fyrirhafnarlítið að því að þeir eru dónar uppá íslensku.  Meira að segja silkihúfur Landsvirkjunar hafa áhyggjur, en þeir láta yfirleitt ekki smotterí eins og aðbúnað erlendra verkamanna koma sér úr jafnvægi.

Írak, Palestína og svikin loforð

Sæll Ögmundur. Arnar heiti ég og er 25 ára Eyfirðingur. Fyrst vil ég þakka þér fyrir baráttu þína og allra hjá VG, sem ég kýs að sjálfsögðu.