Fara í efni

Frá lesendum

Framsókn og tjáningarfrelsið

Ég var alveg hjartanlega sammála áherslum þínum í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins sl. laugardag þar sem þú gladdist yfir því ef samruninn á fjölmiðlamarkaði yrði til að styrkja fjárhagsgrundvöll markaðs- ljósvakamiðlanna.

Bókhaldið hjá Pétri Blöndal

Pétur Blöndal segir í fjölmiðlum að hagnaður sinn af sölu SPRON myndi verða um tvær milljónir. Það séu ekki peningar sem ríði neinn baggamun í sínu bókhaldi og það væri þá staðfesting á hæfni hans til að fjalla um og jafnvel að stjórna umfjöllun í þingnefnd  um tilgreint mál á grundvelli málefnis en ekki hagsmuna.

Óstöðvandi landnám athafnaskáldanna

Athafnaskáld nútímans nema sífellt nýjar lendur og þekkja engin landamæri. Til dæmis þar um má taka skáldjöfurinn og stórbóndann í Baugsnesi, Jón Ásgeir Jóhannesson.

Lífeyrissjóðirnir stofni banka

Miklar hækkanir hafa verið á hlutabréfum í Kauphöll Íslands frá áramótum.Sú hækkun hefur verið leidd af Pharmaco, Bakkavör og KB banka.

Gargandi snilld Hannesar eða barasta rugl?

Ögmundur Jónasson vekur hér á síðu sinni athygli á djúpgrunduðum vangaveltum Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þess efnis m.a., að fjölgun opinberra starfsmanna dragi óhjákvæmilega úr hagvexti.

Endurmenntun í passíusálmunum

Allir muna eftir því þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sá sig knúinn til þess á haustmánuðum að lesa upp úr passíusálmunum í fréttatímum RÚV til þess að slá á peningafíkn gróðapunganna í bankakerfinu– en græðgin er svo sannarlega “merki nýrra tíma”, eins og segir í slagorði  hins nýja KGB-banka.

Enn um lífeyrisfrumvarp

Sæll Ögmundur.  Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að taka strax afstöðu gegn hinu umdeilda frumvarpi um eftirlaun ráðherra og hækkun til formanna þingflokka stjórnarandstöðu.  Ég get ekki skilið af hverju þingmenn þurfa betri eftirlaun en aðrir í þjóðfélaginu, eða þeir þurfi að vera betur tryggðir heldur en aðrir ef þeir missa þingsæti komnir á efri ár.  Þetta er að gerast á hverjum degi út í þjóðfélaginu.  Annars held ég að það sem hafi farið einna verst í fólk er sú hækkun sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna upp á 240 þúsund Gera menn sér ekki grein fyrir því að almenn dagvinnulaun í landinu eru á bilinu frá 95 - 120 þúsund á mán.? Mér finnst þetta frumvarp sýna að meirihluti þingmanna er ekki í sambandi við almúgann.  Það vakti líka athygli að ekki var hægt að ná í formenn VG eða Samfylk.

“Segðu mér hverja þú átt að vinum og ég skal segja þér hver þú ert.”

Í ávarp forseta Íslands við áramót lagði hann mikla áherslu á hlutverk Íslendinga í breyttum heimi. Á sviði viðskipta væri landslag breytt og tækifæri mikil.

Guðmundur Hauksson í bankastjórastól KB bankans?

Það hefur verið vitað allt frá því Búnaðarbankinn var seldur að bankastjórastóll væri ætlaður Guðmundi Haukssyni.

Framsókn prangað inn á þjóðina

Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem þið Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ræddust við.