Fara í efni

ÍSLENDINGURINN SEM VARÐ DROTTNING

Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.

Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.

Elísabet í anda glöð og ellin dvínar.
Til Íslands rekur ættir sínar.
Útlit gott og töskur fínar.

https://www.dv.is/fokus/2022/6/6/illugi-segir-ad-elisabet-drottning-se-vist-aettud-ur-vididalnum-islandi/

Nýr meirihluti

Lýðræðið er lygi og plat,
loðið flokkaskrapið.
Þau stoppuðu í stærðargat,
stífluðu fylgistapið.

Að bæta upp tap með fjölgun flokka

Heiðurinn leggja í hálfbyggðan stokk,
henda þar frama og vonum.
Ef atkvæðum tapar þú tengir við flokk,
treður í gatið með honum.

 

Farsælar gáfur í framsókn

Að vísu nær ekki vitið í rjáfur,
vinna með baráttu harða.
Formaður hefur farsælar gáfur,
á framsóknarmælikvarða.

Að tala „einni röddu“ ESB

Aldrei nefna aðra skoðun,
ekki styggja þetta vé.
Ein er stefna, ein er boðun,
ein er lína ESB.

Féll af lista Forbes

Á brjósti vista bláan klút,
bærðist margt í puði.
Forbes af lista fokinn út,
færðist upp hjá Guði.

Kári