Fara í efni

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið aðgang að sem þingmenn eða snýst þetta bara eins og allt annað hjá ykkur um peninga og poppúlisma?
Einar

Sæll Einar og takk fyrir bréfið. Ég get bara svarað fyrir mig að á lyfjum er ég ekki að staðaldri. Braut hins vegar rifbein fyrir hálfum mánuði og hef tekið verkjalyf af þeim sökum. En önnur lyf eru það ekki. Þannig að það er þá bara popúlisminn sem er eftir nema ef gæti verið að ég og aðrir með svipaðar skoðanir hefðum eitthvað til okkar máls. Gæti það hugsast?
Ögmundur