Fara í efni

ÁRANS FÓLIÐ ALKAHÓLIÐ

Haustið komið og kuldinn með
kófið í hæstu hæðum
Á lífssinns munstri er líka séð
að landi eykst í æðum.

Nú lyfta glösum ótt og títt
ötul berga landann
Og frelsið er frjálslega nýtt
fá nú að draga andann.

Pestin er alls ekki liðin hjá
en fengum styrk að handan
Enn sukkið leitar landann á
sem léttir ekki vandann.

ALÞINGI VILL RÁÐA FRAMTÍÐARFRÆÐINGA

Framtíðarfræðinga í fleirtölu vilja
Því ekkert í framtíðarhorfum skilja
ei reynsluna hafa
í meðalgreind lafa
og heimskunna vilja auðvitað dylja.

HILDARLEIKUR

Meðal framagosa og fylgis meyja
fólki í sjálfstæðisflokknum
Við Covit þau flest fussa og sveia
fá ekki sletta úr klaufunum.

Höf. Pétur Hraunfjörð.