Fara í efni

SILFUR EGILS FUNDIÐ OG FLEIRA ...

Lítið bréf svo líka fann,
lofið vildi þakka.
Silfur Egils sótti hann,
í sendiráðið Frakka.

ORÐINN AÐALSMAÐUR

Kominn inn í konungsgarð,
kátur eins og danskur.
Með orðunni góðu Egill varð,
aðalsmaður franskur.


GERÐIST MÁLPÍPA FJÁRGLÆFRAMANNA

Fégræðgi er ferleg pína,
fór því allt að vonum.
Fréttamaður seldi sína,
sálu Andskotanum.

 „PÍRATI“
Innra ljósið alveg dautt,
innihald í glasi.
Píratanna púðrið blautt,
pípan full af grasi.

ÓGEÐSFRUMVÖRP STJÓRNVALDA

Álit margra á þeim dvín,
ógeð vilja lengi þvinga,
plágu undir stóla stinga,
styðja dóp og brennivín.

„ÞINGMENNSKA/ÞINGKVENSKA“

Inni á þingi er allrabest,
atkvæðin þau fengu.
Vinsældirnar virða mest,
en vitið skiptir engu.

ELDGOS OG UMHVERFISMAT

Á hæðinni maðurinn hugsaði og sat,
hæpið er þetta að banna.
eldgosið þyrfti í umhverfismat,
útblástur gastegundanna.

GÍSLI MARTEINN

Lætur eins og loftpressa,
lausar fretur hólksins.
Pjakkur er og prinsessa,
prestur góða fólksins.

Kári