Fara í efni

HROSSAKAUP Á ALÞINGI OG FLEIRA UM BANKARÁN

Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.

Alþingi veitir þjófnaði lögmæti

Þykir á Alþingi þjófnaður gaman,
þar er margur kjáni.
Fjárglæframennirnir flykkjast saman,
fnykur af bankaráni.

Peningaþvætti

Kaupa banka, vinur velst,
vilja þvættið hanna.
Sú er ætíð hættan helst,
í höndum glæpamanna.

Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
Kári