Fara í efni

AÐ RUGGA VÖGGU VÆRUKÆRRAR ÞJÓÐAR

Ferðmálaráðherra fer út að djamma með vinkonum, halda greinilega að tveir metrar þýði tveir sentimetrar; óheppilegt að mynd skuli hafa náðst af okkur að knúsast segir Kolbrún ráðherra og stígur á hvert bananahýðið á fætur öðru. Frábært fréttaefni fyrir fjölmiðla til að rugga vöggu værukærrar þjóðar. Ekkert Bakkagjaldþrot eða orkupakki, landakaup auðmanna eða NATÓ. Og svo kemur forsætisráðherrann og formaður VG fram í sjónvarpi til að segja þjóðinni hve vel sér líði í samstarfinu við Sjálfstæðisflokinn. Í stjórnmálum eru allir vegir færir ef hugsjónir eru ekki látnar þvælast fyrir. En varla er þetta gott – eða hefur kannski tekist að rugga öllum í svefn?
Jóel A.