AÐ HRUNI KOMINN Júní 2020
Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum?
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Áslaugu ég aftur kvað,
elskar vín með þrasinu.
Hún er ekki hrædd við það,
að hrista upp í glasinu.
Kári
Lesa meira
Þeir mörlandann hafa mergsogið
og með svikum og prettum að logið
greifarnir firrtu
auðlindir hirtu
og engin sá neitt við það bogið!
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!!
Sigríður
Lesa meira
Ráðherraskottið reynist of lítið
reynt er að finna því bata
Æ þjónustumiðstöð ferlinu flýtið
svo ferðast geti Kata.
Samherjafrændur sofa nú blítt;
þeir segjast hafa reglum hlýtt
komnir í skjól
fyrir Interpól
og auðæfin geti því áfram nýtt.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hljóðið verðum að heyra í strokknum,
hann á okkur kallar.
Hæfustu mennina í Framsóknarflokknum,
finnum í stöður allar.
Í stöðurnar oftast vinur velst,
víða finnum sanninn.
Í Framsókn ætíð fáum helst,
frábærasta manninn.
Kári
Lesa meira
Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum