Fara í efni

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind?

Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki orðin tímabær jafnvel fyrir daga Kovidveirunnar? Hvers vegna þetta hömluleysi í öllu? https://www.dv.is/frettir/2020/5/18/telur-madk-mysunni-utbodi-islandsstofu-kynningarataki/
Sunna Sara