VIÐ FLÓR OG AUSU

Forstjórar hérna röfla og rausa
reyndar hafa þeir skrúfu lausa
nú syngur kórinn
moka skal flórinn
og peningum í taprekstur ausa.

Tíföld laun´ann leggur til
Það launaskrið má kanna
Ágúst gerir þar góðu skil
gleður fjölda listamanna.

Hér viljum við ykkur tala
vesturferð ávallt lokkar
þú og þín ástkæra Vala
 eruð velkomin til okkar.

Ef allt að óskum gengur
og kórónuveiru lifum af
þá væri það mikill fengur
Þríeykið vonir gaf.
Höf. Pétur Hraunfjörð

 

Fréttabréf