Fara í efni

UM VEIRUR OG TÓMAR PYNGJUR

Um kórónuveiru og kreppuna syngja
kapítalisminn okkur virðist íþyngja
bágt er tjónið
við Bláalónið
en þar virðist alveg galtóm pyngja.

Ég fæddist í heiminn fátækt grey
fékk ekki menntaveginn
Af kórónuveiru og í kreppunni dey
er svolítið niður dreginn.

Hér lottóið og langlífið
leikur dátt við suma
En aðra hendir harðlífið
á hörkunni þó luma.

Katrínu Jak og kreppuna hef
en kórónuveiru seint fyrirgef
á okkur skellur
fólkið hríðfellur
komum henni fyrir kattarnef.

Höf. Pétur Hraunfjörð.