SAMA GAMLA SAGAN

Lífeyrissjóðirnir leiðindi skapa
ljótt er ástandið hér 
Hjá Icelandair sínu hlutafé tapa
skerða svo hjá mér.

Múgæsingu hér margir dá
Þegar mikið er undir
Lýðskrum nota lygnir þá
og lofa betri stundir.

Námslánin munu nú lækka
nema íbúðarlánin okkar
þau virðast hækka og hækka
óheft landann plokkar.

Líður að COVÍD lokum
lýjandi er ástandið
Heima hér áfram dokum
hugleðum framhaldið.

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Fréttabréf