KÓRÓNA OG KREPPA

Fljótt sjáum tima fátæktar
færast í aukana
En líka endalok allsnæktar
og sparibaukanna.

Um kórónuveiru og kreppuna syngja
kapítalisminn okkur virðist íþyngja
bágt er tjónið
við Bláalónið
en þar virðist alveg galtóm pyngja.

Nú leiðindi alfarið líklegast bönnum
hjá leiðinlegum stjórnmálamönnum
gaspra og rausa
peningum ausa
og blekkja lýðinn alveg í hrönnum.

Eftir COVID engin sér
eginlega til sólar
Flest öll vinna farin er
en fullir skólar.

Ef Nato fær herstöð í Helguvík
þá VG hættum að kjósa
Í Ásmundi er fégræðgi ferlega rík
forðaðu þessu Rósa.

Tíföld laun ´ann leggur til
Það launaskrið má kanna
Ágúst gerir þar góðu skil
gleður fjölda listamanna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Fréttabréf