ÍSLENSKIR MAFÍÓSAR

Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.

Að kaupa þýfi

Um félagshyggju fjalla mátt,
fjárglæfrana drífi.
Með framsalinu fengu brátt,
að festa kaup á þýfi.

Kaupa og selja þjóðareign

Þeir hafa braskað og þvættinu moka,
þekkir margur gervið.
Fólkinu stjórnmála stungu í poka,
stífluðu réttarkerfið.
Kári

 

 

Fréttabréf