ISAVIA SKIPT UPP

Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.


“Happafengur í hverju landi“

Svo heltekinn ungur af háværu rugli,
hraktist af braut út í geim.
Kvakið þekkjum í frjálshyggjufugli,
finnur ei leiðina heim.

Frjálshyggjan er fullreynd

Ef siðblindan er sundurgreind,
sérhver dyggur leppur.
Frjálshyggja er að fullu reynd,
færir hrun og kreppur.

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Margir bár´henni mjög gott orð,
mæt þó gerði skyssu.
Í karakter festist og framdi morð,
á frændanum með byssu.
Kári

 

Fréttabréf