UM ALÞINGIMENN, RÁÐHERRA OG HRUNVERJA

Alþingismaður

Innri manninn oftar tel,
Alþingis í liði.
Ljúga, brosa, láta vel,
leika mannasiði.

Ráðherra

Þessa sögu þannig tel,
þings í manna liði.
Lilja brosir, lætur vel,
leikur mannasiði.

Stjórnmálamenn og hrunverjar

Um þá hef ég illan grun,
andans firrtu kálfa.
Aftur blása í öflugt hrun,
og endurráða bjálfa.

Kári

Fréttabréf