HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. 
Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi.

Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í vínbúð ÁTVR í Austurstræti enda talið brot á mannréttnidum að bjóða ekki upp á kaldan bjór á hlýjum sumardegi. Held það séu Píratar sem heyja þessa baráttu, gæti þó verið Viðreisn. Hljómar svoldið Viðreisnarlegt.
En semsagt húrra fyrir Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamnna. Lifi frjáls fréttamennska.
Sunna Sara

Fréttabréf