Fara í efni

ÞÁ MUN ORKUVERÐ Á íSLANDI HÆKKA

Þakka þér fyrir Ögmundur að taka þátt í umræðum um Orkupakkan. Ég bjó í Danmörku frá 2002-2015 og varð ískyggilega vör við að á EU svæðinu yrði að vera sambærilegt verð. Upp úr 2007 fór raforkuverð að hækka ískyggilega og rétt áður en ég kom heim aftur var komin 73% skattur ofan á orkunotkun. Mér persónulega finnst ekki koma nógu skýrt fram, hvað skeður ef sæstrengur er samþykktur af Alþingi. Þá mega Íslendingar búast við holskeflu hækkana á orkuverði og að þurfa að kúrast undir kertaljósi til að hafa efni á að borga orkureikninga.
Sigríður Ragnarsdóttir

Þakka þér fyrir bréfið Sigríður. Ég er þér sammála um að þegar við tengjumst raforkumarkaði Evrópu þá mun orkuverð hér á landi hækka til mikilla muna. 
Kv., 
Ögmundur