VERKFALLSVÍSUR

Hagfræðimenntaðar konur segja verkfallskonur berjast gegn sjálfum sér

Hagfræðina þær höndla illa
háskólanámið lítið gaf
Þessar konur þrælslund dilla
 og sýna eigin betlistaf.

Sólveig skammar Davíð!

Davíð hefur sitt á hreinu
Sólveigu hallar á
Gaurinn bara gleymir einu
eigin syndum segja frá.

Syndlaus Davíð sagði frá
Sólveigu vildi rakka
Forsætisráðherra firrum þá
flengir eins og krakka.

Verkfallið sagt hafa valdið tjóni nú þegar

Grátandi þernur gengu um bæinn,
glaðbeittir forstjórar tóku slaginn,
herbergjum þjóna þurrka af og bóna
og reyndu að lagfæra efnahaginn.

Tjónið vildu frekar fá
en færa upp launin
þrælahald er sárt að sjá
svívirðileg er raunin.

Höf. Pétur hraunfjörð.

 

Fréttabréf