AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2018
Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig
varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu
harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér
finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti
brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra
formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við
öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu
efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að
Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi
háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og
stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali
Lesa meira
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi
fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ
styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað
verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd
Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi -
eða hvað?
Jóel A.
Lesa meira
Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar
2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna
árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur
utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa
skilning á árásinni, hún hefði verið "víðbúin", sagði
forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í
fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum,
árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í
Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!!
En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump
segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann
talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið
milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk
fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Var fyrst núna að hlýða á viðtalið á Kjarnanum í kjölfar
fundarins við V. Beeley. Verð að segja að ég dáist að þolinmæði
þinni, æðruleysi og staðfestu gagnvart þessum blessuðum, að mér
finnst ófaglegum frétta-gösprurum. Ég sá að Z.Brzezinski lést í maí
síðastliðnum, vissi það ekki. Set þessa þýðingu á viðtali við hann
á Le Nouvel Observateur 1998 þar sem hann viðurkennir að
stuðningurinn við Mujahiddin hófst 1/2 ári fyrir innrás
Sovétríkjanna inn í Afganistan. Við hæfi að ...
Ari Tryggvason
Lesa meira
Egill Helgason hefur farið mikinn um fréttaflutning frá Sýrlandi
síðustu daga. Hann komst að því eftir að reyndur blaðamaður sendi
honum ábendingu að þeir sem ekki eru sama sinnis og almennt
gerist skapi vísvitandi upplýsingaóreiðu svo réttsýnir menn
missi sjónar á veruleikanum og glati trú á réttum málstað ...Það
eru margar sjálfstæðar heimildir til að véfengja túlkun
hernaðarvelda vesturlanda um Sýrlandsstríðið. Viðbrögð þeirra Egils
og Boga um að veröldin sé ekkert flóknari en Nató-línan
gefur í besta falli til kynna ...
Árni V.
Lesa meira
Veistu eftir hverjum þetta er haft? Þakka þér svo fyrir góða
grein. "...að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af
þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum
ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra "sérfræðinga"
sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley
alvarlega,..."
Ari Tryggvason
Lesa meira
Bættu kjör sín ansi bratt
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum