Fara í efni

ÁBYRGÐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.