AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2017
Ég vil þakka þér fyrir greinina sem birtist í
sunnudagsmogganum varðandi auglýsingar á íþróttabúningum barna
og RÚV reyndar líka. Ég hef lengi pirrað mig á þessu og gert mér,
ef mögulegt hefur verið, sérstaka ferð til að kaupa íþróttabúning á
börnin þar sem ekki er auglýsing á. Sjálfum finnst mér alveg galið
að kaupa búning á kannski 5-6000 krónur sem á stendur svo Subway,
Papco, Arionbanki eða eitthvað álíka. Þetta er þó ...
TSJ
Lesa meira
Ýmsir róa á önnur mið,
aðrir stóla á frúna.
Frjálshyggjuna fáið þið,
frá vinstri-hægri núna.
Kári
Lesa meira
Ástæða er til að þakka Sjónvarpinu fyrir frábæra fréttaskýringu
á ferli Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsþætti í vikunni Hógværð
hennar er aðdáunarverð og fagmennska Sjónvarpsins að sama skapi.
Annar þáttur hefur síðan verið boðaður í komandi viku. Já, og ég
gleymdi einu, þættirnir eru líka leiftrandi skemmtilegir. Kærar
þakkir fyrir þetta. Ein spurning til Sjónvarpsins að lokum, verða
þættirnir ekki örugglega endursýndir þegar bók Jóhönnu er komin í
allar búðir? Stendur til að auglýsa fleiri bækur fyrir komandi
jól?
Haffi
Lesa meira
Félagsmönnum ´ún færði sorg
flestir sáu hrokann.
Flokkinn bar á frjálshyggjutorg
fáeinir tóku pokann.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í
Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli
forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan
sanna. Það er akkúrat engin ástæða til að breyta lögunum um
landsdóm eins og margir halda fram. Tilvist landsdóms er afar
mikilvæg og elítan verður að sætta sig við að hún sleppur ekki
algerlega undan allri ábyrgð. Það var margt gert rétt eftir hrunið
og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er ein sú besta sem hefur ríkt
á lýðveldistímanum. En eitt stendur þó enn útaf og það er að
hreinsa löggjafarþingið af fólki sem geymir fé í skattaskjólum,
fyrr verður ekki friður í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það
svo galið að VG ætlar að ...
Pétur Kristjánsson, fyrrverandi félagi í VG
Lesa meira
Dyggir lesendur síðunnar bíða enn eftir útskýringu þess sem
,,skammast sín ekki fyrir að vera Sósíalisti" á stöðu mála í
Venezuela. Eru núverandi hörmungar bara hola i veginum, eða hefur
Viðskiptablaðið eitthvað til síns máls?
http://www.vb.is/skodun/gjaldthrot-sosialismans-i-venesuela/142903/
...
Arnar Sigurðsson
...
Lesa meira
Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA,
yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum
SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir
félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það
hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að
ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en
svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra
Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef
ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það
vel.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega
ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því?
Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.
Lesa meira
Vinstri
Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.
Nú er allt
farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum