ÚTI AÐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.

Þá nýlundu við höfum heyrt
sem hefur annmarka
Fangar af Kvíó nú geta keyrt
og á vinnumarkað harka.

Útaf fangaleigu fangelsisstjóra
hér flestir sér í hausnum klóra
þú velur gaurinn
og borgar aurinn
en auðvitað leigirðu bankastjóra.

Pétur Hraunfjörð

Fréttabréf