AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2017
Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur
neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn,
jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það
verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni
sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn.
Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og
almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.
Lesa meira
Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég fagna því að tekjuskattsskráin skuli vera birt opinberlega.
Hún gefur innsýn í tekjuskiptinguna þrátt fyrir alla fyrirvara sem
gera þarf. Furðu margir þykir mér vera með vel rúma milljón á
mánuði og eiga því helmingi auðveldari lífsbaráttu en þeir sem eru
með þriðjunginn af því. Svo eru hinir sem eru með fleiri milljónir
á mánuði. Skyldu þeir skilja hlutskipti hinna tekjulágu? Skondið er
að sjá talsmenn samtaka launafólks með hálfa aðra milljón á mánuði,
sama fólkið og hefur að undanförnu bísnast yfir þeim sem nálgast þá
í tekjum og segja að hækkanir til þeirra hafi sett kjarasamninga úr
jafnvægi! Vottar ekki fyrir sjálfsgagnrýni hjá þessu fólki? Síðan
er athyglisvert að sjá fólk eins og þingmenn og jafnvel ráðherra
nánast ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þar gæinn í gulu fötunum
er talin algjört oy
Ei veltir fyrir sér fræðunum
frekar en Benni boy.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum