UNDARLEG KJARARÁÐS-ÁKVÖRÐUN

Sæll Ögmundur! Hvað hefurðu að segja um síðasta útspil Kjararáðs? Bíð eftir því. Man aldrei eftir því að almúginn fengi kauphækkun afturvirkt og var þó lengi úti á vinnumarkaðnum. Væri ekki ráðlegt að áðurnefnt "ráð"sæi bara um samninga til alls launafólks í landinu hér eftir, svo og eitthverja lús til aldraðra og öryrkja. ? Þau yrðu fljót að hespa það af.
Edda

Sæl og þakka þér bréfið. Það undarlegasta við´"útspil" Kjararáðs er að sjá hverjir falla þar undir. Þar er um að ræða stöður sem eiga að falla undir almenna kjarasamnniga. Alþingi verður að taka þessi lög til endurskoðunar!
Ögmundur

Fréttabréf