ALLIR AÐ GRÆÐA!

Ósköp er dapurlegt að fylgjast með Costco auglýsingabrellunni og hvernig landinn bregst alltaf eins við, beðið í röðum og fjölmiðlarnir síðan með beinar útsendingar og forsíðufréttir! Allt ókeypis fyrir verslunarkeðjuna.
Ég var að vonast til að vera í útlöndum eða á heiðum uppi til að forðast að þurfa verða vitni af niðurlægingu íslensku hópsálarinnar.
Myndir voru birtar af fólki með fullar innkaupakörfur og kerrur svipað og gjarnan gerist á útsölum þegar verslanir þurfa að tæma lagera sem ekki seljast eða bara nota trikkið til að selja meira. Þá kaupir fólk tíu svuntur, sjötíu pakka af snúru-klemmum og þrjátíu pör af hönskum. Allir að græða!
Jóel A.

Fréttabréf