ÞÖRF Á LAUSN!

Sæll Ögmundur ég hef verið að velta fyrir mér þessu sjómannaverkfalli og hef samúð með málstað verkamanna í því máli. En ég tel að allur þessi samfélagslegi kostnaður sem hlýst af verkföllum hljóti að vekja spurningu um hvort hægt sé að ná árangi með öðrum hætti.
Sjómenn með sína þröngu hagsmuni sjá ekki að þeir taka niður með sér frystihús, landverkafólk og kannski alvarlegast af öllu að skemma atvinnugreinina í heild sinni, Norðmenn komnir á lagið og búnir að taka loðnumarkaðinn sem var skilinn eftir. Hinir markaðirnir eru í algerri óvissu og ástandið óþolandi. Ég vildi vita hvort þú hefðir einhverja skoðun á þessu, og hvort ríkisvaldið geti hugsanlega sætt þessa aðila með lausnamiðuðum tillögum,
góð kveðja
jón

Sæll og þakka þér fyrir þessar vangaveltur. Sannast sagna þekki ég ekki nóg til gangsins í þessum viðræðum til að hafa á þeim vitræna skoðun en er sammála þér að lausnamiðuð hugsun er það sem nú er þörf á.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf