AÐ HRUNI KOMINN 2017
Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80%
stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól
fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra
Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega. Og VG eiga
þeir það að þakka Kristján Þór og Björn Valur að þeir njóta
nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé
ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með
Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Var að lesa bréf Hreins K sem ég skal játa að er nokkuð lunkið
nema að þau sem sérstaklega eru beðin um að mæta skyldumætingu á
100 ára afmælisfund Sýkladeildar Landspítalans, væru að vinna fyrir
leigunni með því að sækja fundinn og miðla honum til annarra. Það á
við um pólitíkusa og fjölmiðlafólk. Síðan gæti stöku maður verið í
fríi klukkan þrjú á fimmtudaginn!
Jóel A.
Lesa meira
Ráðstefna kl 15.
Allir aðrir að vinna fyrir leigunni.
mkv
Hreinn K
Lesa meira
Ég vil þakka þér fyrir greinina sem birtist í
sunnudagsmogganum varðandi auglýsingar á íþróttabúningum barna
og RÚV reyndar líka. Ég hef lengi pirrað mig á þessu og gert mér,
ef mögulegt hefur verið, sérstaka ferð til að kaupa íþróttabúning á
börnin þar sem ekki er auglýsing á. Sjálfum finnst mér alveg galið
að kaupa búning á kannski 5-6000 krónur sem á stendur svo Subway,
Papco, Arionbanki eða eitthvað álíka. Þetta er þó ...
TSJ
Lesa meira
Ýmsir róa á önnur mið,
aðrir stóla á frúna.
Frjálshyggjuna fáið þið,
frá vinstri-hægri núna.
Kári
Lesa meira
Ástæða er til að þakka Sjónvarpinu fyrir frábæra fréttaskýringu
á ferli Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsþætti í vikunni Hógværð
hennar er aðdáunarverð og fagmennska Sjónvarpsins að sama skapi.
Annar þáttur hefur síðan verið boðaður í komandi viku. Já, og ég
gleymdi einu, þættirnir eru líka leiftrandi skemmtilegir. Kærar
þakkir fyrir þetta. Ein spurning til Sjónvarpsins að lokum, verða
þættirnir ekki örugglega endursýndir þegar bók Jóhönnu er komin í
allar búðir? Stendur til að auglýsa fleiri bækur fyrir komandi
jól?
Haffi
Lesa meira
Félagsmönnum ´ún færði sorg
flestir sáu hrokann.
Flokkinn bar á frjálshyggjutorg
fáeinir tóku pokann.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í
Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli
forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan
sanna. Það er akkúrat engin ástæða til að breyta lögunum um
landsdóm eins og margir halda fram. Tilvist landsdóms er afar
mikilvæg og elítan verður að sætta sig við að hún sleppur ekki
algerlega undan allri ábyrgð. Það var margt gert rétt eftir hrunið
og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er ein sú besta sem hefur ríkt
á lýðveldistímanum. En eitt stendur þó enn útaf og það er að
hreinsa löggjafarþingið af fólki sem geymir fé í skattaskjólum,
fyrr verður ekki friður í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það
svo galið að VG ætlar að ...
Pétur Kristjánsson, fyrrverandi félagi í VG
Lesa meira
Dyggir lesendur síðunnar bíða enn eftir útskýringu þess sem
,,skammast sín ekki fyrir að vera Sósíalisti" á stöðu mála í
Venezuela. Eru núverandi hörmungar bara hola i veginum, eða hefur
Viðskiptablaðið eitthvað til síns máls?
http://www.vb.is/skodun/gjaldthrot-sosialismans-i-venesuela/142903/
...
Arnar Sigurðsson
...
Lesa meira
Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum