KENNSLUSTUND Í SAMRÆÐU-STJÓRNMÁLUM
Ekki verður sagt að það sé sérlega uppörvandi að horfa á það sem
nú fer fram á aðalsviði Þjóðleika-hússins.
Okkur er sagt að í næsta leikþætti verði afstöðuleysi mál
málanna. Ef tryggt sé að allt sé gagnsætt, segja Píratar, og allir
samskiptaferlar í lagi, þá verði ekkert mál að gera alla að vinum,
úlfinn, Rauðhettu, Mjallhvíti, nornina og Öskubusku, vondu
systurnar tvær og svo alla froskana, sem bíða eftir að verða
kysstir inn í konungdóm. Allir séu búnir að vera saman í svo mörgum
teboðum í aðdraganda aðventunnar og spjalla svo mikið og kynnast
svo vel, að eftirleikurinn, næstu fjögur árin við landstjórnina,
verði leikur einn.
Er það virkilega svo?
Sjálfri finnst mér þetta orðin nægilega löng kennslustund í
samræðustjórnmálum. Ég eiginlega get ekki meir.
Nú ætla ég að gleyma Alþingi og fara að hugsa um jólin og
síðan vorið. Þá verður stutt í sumarið með blóm í haga.
Sunna Sara