Fara í efni

ALVARA AÐ BAKI LÍFEYRIS-ANDMÆLUM?

Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara ekki styðja. Hér er enginn alvara á ferð. Ef svo væri þá væri efnt til fjöldamótmæla og hnefinn settur í borðið! Málið síðan stöðvað í þinginu sem enginn vandi er að gera við þessar aðstæður, óafgreidd fjárlög og að koma jól.
En vel að merkja, samtökin sömdu um að færa niður lífeyrisréttinn fyrir baunadisk. Enginn virðist deila um að nýráðnir eftir áramót  skuli skerðast. Átakamálið er aðeins hve margir núverandi starfsmenn skuli hafa sitt á þurru!!!
Lífeyrisþegi