Fara í efni

EKKI RÓTT VEGNA LÍFEYRISMÁLA

Þakka þér fyrir að vekja máls á lífeyrismálunum. Í mínum vinnustað, Landspítalanum, heyrist því fleygt að á bak við tjöldin sé verið að semja um skerðingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Varla á að fara að samþykkja skerðingar á þingi, verður ekki að breyta lögum til að slíkt nái fram að ganga? Mér er ekki rótt ...
Ljósmóðir

Breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verður að samþykkja á þingi og óheimilt er að ráðast í skerðingar án samþykkis samtaka opinberra starfsmanna. Þannig að þarna eru mikilvægir varnaglar sem ég vona að haldi.
Kv., Ögmundur