Fara í efni

HLÝ ORÐ

Einn af fáum sem gæti tekið við sem forseti, og þjóðin treyst heitir Ögmundur Jónasson. Sagði fyrir hrun að best væri að bankarnir færu úr landi, en fékk bágt fyrir.Hann hafði rétt fyrir sér. Sagði af sér ráðherradómi þar sem hann mátti ekki hafa aðra skoðun í Icesave málinu, heldur en ríkisstjórnin. Stóð alltaf á móti Núpó bullinu, þar sem aðrir sáu glitta í aura og vildu selja sig eins og hórur. Þar hafði hann rétt fyrir sér. Tók aldrei laun sem formaður BSRB þegar hann var þingmaður, og þáði aldrei ráðherralaun ofan á þingfararkaupið. Það hefur enginn annar gert. Þetta er maður sem lætur ekki kúga sig til hlýðni við aurana, og er alltaf samkvæmur sjálfum sér. Einn af örfáum sem almenningur getur treyst fyrir þessu embætti, og hann mun ekki láta auðvaldið stjórna sér eins og sumir hafa gert í þessu embætti. Skora á þig Ögmundur Jónasson að gefa kost á þér í þetta embætti.
Sveinn Elías Hansson