AÐ HRUNI KOMINN 2016
Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við
lesendur sína að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn
af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt
þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki. Þetta er án efa mjög
verðskuldað. En með fullri virðingu fyrir Birgittu get ég þó ekki
setið á mér að spyrja hvers Óttarr Proppé eigi að gjalda. Hann
hefur fyrir hönd flokks síns, Bjartrar framtíðar, tekið þátt í
tilraunum til stjórnarmyndunar með öllu pólitíska litrófinu á
Íslandi og alltaf séð ljósið. Að mati Óttars virðist ekkert standa
í vegi þess að björt framtíð geti runnið upp á Íslandi, aðeins ef
menn hætti að setja stjórnmálaágreining fyrir sig. Ég fæ ekki
skilið annað en ...
Sunna Sara
Lesa meira
Framundan eru dimmir dagar
og dauðans alvaran köld.
Frjálshyggja ei fátækt lagar
fari Íhaldið með völd.
Þá hægrimenn og helvíti
hefja búskap saman.
Verkafólk guð varðveiti,
hér verður lítið gaman.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í þjóðfélaginu er mikil krafa um breytt stjórnarfar. Vilji er
fyrir stjórn flokka með ólíkar áherslur, þar sem hagsmunir
togast á, fyrir stjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylkingar. Fólk vill aukið lýðræði í
stjórnarfarið að við ríksstjórnarborðið togist á hagsmunir og mál
séu til lykta leidd. Mér finnst eins og forysta okkar Vinstri
Grænna sé ekki nógu næm á stöðuna. Þjóðin er að fara fram á það
...
Bjarni
Lesa meira
Ríkisstjórnar-laust er land
líklega yfir jólin.
En frændur þá fara í hjónaband
og Proppe fær barnastólinn.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að
Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu
fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar
framtíðar. Og nú þegar stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað fyrir
sjálfri sér og þjóðinni að hún er þarflaus á þingi, er ekki
við góðu að búast.
En sem betur fer höfum við jólin og síðan ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það er skelfileg tilhugsun ef satt reynist að við séum að fá
harðsvíraða hægri stjórn yfir okkur, með Sjálfstæðisflokki,
Viðreisn og Bjartri framtíð. Þessu er nú haldið fram í einhverjum
fjölmiðlum. Er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta með
því að kippa Framókn með inn í einhvers konar miðjubandalag. Þar
hefur Viðreisn að sjálfsögðu aldrei átt heima. Hvað finnst þér
Ögmundur ... ?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Mig langar til að óska Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins, til hamingju með fjárlagafrumvarpið sem hann
lagði fyrir Alþingi og þingið síðan samþykkti í sögulegri sátt
fyrir jólin að því undanteknu að örfáir fjárlagaliðir voru
hækakaðir lítillega. Þjóðfélagið þegir- ennþá því varðstöðumenn
þess á þingi þegja þunnu hljóði. Þegar kemur að framkvæmdinni
minnumst við þess að þingið allt er ábyrgt fyrir
afgreiðslunni.
Jóel A.
Lesa meira
Takk fyrir viðtalið á Rás 2 í morgun um Grímsstaði á Fjöllum en
ekki síður brýninguna sem þingmenn fengu í lífeyrismálinu ... Ég
saknaði málflutnings af þessu tagi í þinginu í gær. Þessi rödd var
hreinlega ekki til staðar. Það var hún hins vegar síðastliðið haust
og hvet ég alla til að hlusta á þessa ...
Kennari
Lesa meira
Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir
segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um
starfskostnaðargreiðslur þingmanna. Það er ekkert að marka hana né
aðra fyrr en hún sjálf og þau hin hafa birt sínar eigin
greiðslur, til dæmis fyrir síðasta ár. Hvernig væri að byrja á því?
Síðan segist þetta fólk vera á móti lífeyrisskerðingu opinberra
starfsmanna. Hvers vegna stöðva þau ekki málið? Eins og ...
Sigríður Einarsdóttir
Lesa meira
Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við
unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að
samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja
frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara
ekki styðja. Hér er enginn alvara á ferð. Ef svo væri þá væri efnt
til fjöldamótmæla og hnefinn settur í borðið! Málið síðan stöðvað í
þinginu sem enginn vandi er að gera við þessar aðstæður, óafgreidd
fjárlög og að koma jól.
En vel að merkja, samtökin sömdu um ...
Lífeyrisþegi
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum