Fara í efni

SPURT OG SVARAÐ UM AFSÖGN

Sæll Ögmundur. Ég vildi heyra frá þinni hendi af hverju þú sagðir upp ráðherradómi á sínum tíma. Gjarnan hvort og hvernig það tengdist Icesave málinu.
Bestu kveðjur,
Stefán Einarsson

Sæll Stefán og þakka þér bréfið. Já, ég sagði af mér ráðherraembætti vegna Icesave haustið 2009. Þetta kom fram í fréttum á þessum tíma, t.d. hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/09/30/ogmundur_segir_af_ser/
Síðan hef ég margoft skrifað um málið, ekki síst hér á síðunni, og skýrt framvindu þessa máls frá mínum sjónarhóli horft.
Þess var krafist að ráðherrar töluðu einum rómi og styddu nálgun ríkisstjórnarinnar til lausnar Icesave ella myndi ríkisstjórnin fara frá. Ég vildi ekki sprengja ríkisstjórnina en heldur ekki fallast á stefnu hennar í Icesave. Þannig að við þessar aðstæður ákvað ég  að segja af mér ráðherraembætti.
Svar mitt er því  afdráttarlaust að afsögn mín var vegna Icesave.
Ögmundur