FLOKKUR Í RUSLI

Sæll Ögmundur.
Ég er borinn og barnfæddur Sjálfstæðismaður eins og þú veist. Hefur þú nokkra skýringu á því hvers vegna tölvuskeyti til mín frá flokknum lenda nú orðið alltaf í svokölluðum "ruslpósti"? Eftirfarandi póstur beið mín t.a.m. í sorpinu í kvöld:

"Viðtalstímar kjörinna fulltrúa föstudaginn 25. september kl. 13.00 - 14.00 í Valhöll
Brynjar Níelsson, þingmaður
Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi
Hægt verður að bóka viðtalstíma með því að senda tölvupóst á netfangið xd@xd.is eða með því að hringja í síma 515-1700."

Getur verið að Píratapartíið sé með puttana í þessu - þeir fundu jú upp veraldarvefinn ? Alla vega trúi ég því ekki að flokkurinn minn sé farinn að draga félaga sína í dilka á svona ósmekklegan hátt. Ég vona að þú getir leyst úr þessum raunum mínum - eins og svo mörgum öðrum á liðnum áratugum.
Með kærri kveðju og fyrirfram þökk,
Árelíus

Fréttabréf