Fara í efni

HRIFNÆMUR BORGARSTJÓRI

Ég held að ég hafi aldrei skilið jafnlítið í flugvallarmálinu og nú! Eflaust hrifust einhverjir með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, þegar hann kom fram í fréttum í hrifningsvímu og mærði stýrihópinn sem skilaði af sér í síðustu viku. Hópurinn segir vænlegasta kostinn vera að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Semsagt flytja hann frá Reykjavík. Nákvæmlega einsog Dagur B. Eggertsson borgarstjóri helst vill.
Eitthvað munu tvær grímur hafa runnið á einhverja þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson hafði verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í stýrihópnum góða, Þannig að bakföllin sem borgarstjóri tók af hrifningu í fréttamiðlum landsins undir síðustu helgi var fyrst og fremst hrifning af eigin verki. 
Jóel A.