Ég held að ég hafi aldrei skilið jafnlítið í flugvallarmálinu og
nú! Eflaust hrifust einhverjir með Degi B. Eggertssyni,
borgarstjóra, þegar hann kom fram í fréttum í hrifningsvímu og
mærði stýrihópinn sem skilaði af sér í síðustu viku. Hópurinn segir
vænlegasta kostinn vera að byggja nýjan flugvöll í
Hvassahrauni. Semsagt flytja hann frá Reykjavík. Nákvæmlega einsog
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri helst vill.
Eitthvað munu tvær grímur hafa runnið á einhverja þegar í
ljós kom að ... Jóel A.
Í hinu nýja vefriti Stundinni segir að samningar við Thorsil
verði frágengnir á Alþingi fyrir þinglok og er vísað til þess að
pólitísk hagsmunatengsl valdi þar miklu. Það er viussulega rétt að
eigendur kísilverksmiðju Thorsil sem rísa mun í Helguvík eru margir
nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Hér er slóð á frétt
Stundarinnar:
http://stundin.is/frett/thetta-eru-eigendur-kisilverksmidjunnar/
Áður hafði Thorsil reynt fyrir sér í Þorlákshöfn og á Bakka við
Húsavík. Er nema ein skýring til á því, hvers vegna Thorsil varð
frá að hverfa frá Þorlákshöfn og Bakka? Var raforkuverðið ekki
ágreiningsatriðið við LSV? Á nú með "Sovétpólitískum" aðgerðum að
... Sveinn Aðalsteinsson
Nú vona ég að Landlækni verði að ósk sinni og verkfallinu á
Landspítalanum verð aflýst. Frændi minn sem ég minntist á í
skilaboðum til þín fór í aðgerð fyrir nokkrum dögum og reyndist
töluvert meira að honum, en læknar höfðu gert ráð fyrir. Hann var
því sex tíma á skurðarborðinu. Þetta hygg ég að geti átt við marga,
sem þurft hafa að bíða eftir meðferð. Ég tel því ánægjulegt að
Landlæknir muni meta tjónið af þessu verkfalli. Niðurstaðan gæti
orðið sú að ekki sé hægt að sættast á að heilbrigðisstéttir fari í
verkfall ... Stefán Einarsson
Ljóst er að boðun þingfundar á sunnudagskvöldi um gjaldeyrishöft
er generalprufa, æfing, fyrir það sem koma skal: Að allir þingmenn
stökkvi gagnrýnislaust og umræðulítið á afnám gjaldeyrishafta. Til
hvers þarf að afnema þau ef afnámið kemur landsmönnum í koll
sem ég er sannfærður um að það geri. Ætla bara að minna á að
svona vinnubrögð einsog nú skal viðhafa, minna á Icesave og eitt af
kvótalögunum (samþykkt 63-0). Orðalagið "fyrir opnun markaða"
einsog nú heyrist er dæmi um að glæpur er í uppsiglingu. Hver þarf
... Hreinn K
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. Jóel A.
Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i]og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...