Fara í efni

KOSNINGALOFORÐ BER AÐ VIRÐA!

Sæll Ögmundur.
Er ekki löngu kominn tími á að setja einskonar lög um ráðherraábyrgð, þar sem þingmenn/ráðherrar verða að segja af sér og mega ekki lengur starfa á þingi/nefndum/ráðgjöf? Svipað og gert var í Færeyjum. Orð ættu að standa, sérstaklega kosningaloforð.
Siggi Kalli

Sæll,
Sammála. Eigin kosningaloforð ber stjórnmálamönnum að virða. Annars hverfur virðingin fyrir þeim!
Kv.,
Ögmundur