AÐ HRUNI KOMINN Mars 2015
Ég vil þakka þér fyrir að vekja máls á TISA samningaviðræðunum á
Alþingi. Þetta er grafalvarlegt mál, sem virðist nú liggja í
þagnargildi. Ég furða mig á því að þjóðarleiðtogar skuli
leggjast svo lágt að setjast að samningaborði um það gerræðislega
valdaafsal sem fjölþjóða viðskiptarisarnir vilja fá fram. Þetta
sýnir væntanlega ljóslegar en ýmislegt annað, að stjórnmálamenn
hafa gerst leikbrúður fjármálaaflanna, hunsa kjósendur sína og fara
á bak við þá. Í skjóli leyndar eru þeir að véla um framtíð þjóða
sinna, og við leynilega undirskrift verður ekki aftur snúið. Ég
skora á þig að halda þessu máli vakandi. Tilhugsunin um málið vekur
hjá mér hroll, og ekki hvað síst það, að ...
Ingibjörg
Lesa meira
... Er ekki löngu kominn tími á að setja einskonar lög um
ráðherraábyrgð, þar sem þingmenn/ráðherrar verða að segja af sér og
mega ekki lengur starfa á þingi/nefndum/ráðgjöf? Svipað og gert var
í Færeyjum. Orð ættu að standa, sérstaklega kosningaloforð
...
Siggi Kalli
.
Lesa meira
... Ég fæ hins vegar ekki betur séð en átökin á þingi snúist um
málefni og þakka ég fyrir hvern dag sem menn hafa dug í sér til að
takast á um grundvallaratriði í stjórnmálum og láti yfirborðsfólk
ekki taka stjórn á umræðunni. Þannig færðust nefnilega völdin til
þeirra sem hafa undirtökin í þjóðfélaginu - þeirra sem ráða yfir
fjármagninu. Með sofandahætti spjallstjórnmála mun öllu steini
léttara verða stolið af þjóðinni áður en spjallararnir verða búnir
úr kaffibollanum.
Eða halda menn að það snúist bara um spjall yfir kaffibolla hvort
hér verður áfram eignarhalds-kvótakerfi í sjávarútvegi,
almannarekið heilbrigðiskerfi, friðlýstar náttúruperlur, orkan í
eigu almennings og þannig mætti áfram telja? Þetta er alvöru
hagsmunabarátta og stjórnmálamenn verða að leggja sig fram af öllum
lífs- og sálakröftum í þeirri baráttu í þágu
almannahags ...
Jóel A.
Jóel A.
Lesa meira
Þegar ég lít ég litla þjóð
lengst norður í hafi
Með lúin bök í lófum blóð
og launastefnu í kafi
Þá andleg hugsun að mér sest
alþýðu má bjarga
Og sennilega sýnist best
Íhaldinu að
farga.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég vil vekja athygli á þeirri einokun og þvingun sem felst í
rafrænum skilríkjum eins og fyrirkomulag þeirra er að verða hér á
landi. Rafræn skilríki eru eingöngu á vegum Auðkennis hf. Félags í
eigu Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankans hf., Símans
hf. og Teris. .... Mín tillaga er að ríkisvaldið sjái til þess
að gefin séu út ókeypis eða á kostnaðarverði rafræn skilríki sem
geta enst í mörg ár t.d. fyrir kortalesara í tölvum þ.a. þegnar
landsins geti sannað á sér deili á hliðstæðan hátt og hægt hefur
verið utan rafrænna samskipta með ökuskírteini, nafnskírteini og
vegabréfi. Nokkurs konar rafræn nafnskírteini. Held að slíkt
fyrirkomulag sé t.d. við lýði hjá Eistlendingum ...
Kristján
Lesa meira
Bréfberinn Ráðsnjalli Bragi
er brögðóttur af versta tagi
þoldi ekki þrefið
fór með bréfið
að ESB-umsókn til baka dragi.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
DV greinir frá þóknunum til stjórnenda bankanna.
Bankaráðsformaður Landsbankans fær 8,4 milljónir á ári. Það gerir
700 þúsund krónur fyrir hvern fund. Bankastarfsemi, laun æðstu
stjórnenda, millistjórnenda, bankaráðsmanna og annarra sem eru á
"spenanum" er að verða mjög lík því sem var árin fyrir hrun
bankanna. Munurinn er þó sá að á árunum fyrir hrun voru ofurlaunin
og "sporslurnar" rélættar með því að ábyrgð þeirra sem slíkra
sérkjara nytu væri mikil. Nú vitum við betur! Hvers vegna voru
allir ...
Sveinn
Lesa meira
... Ég var að vísu ánægður að sjá afstöðu þína Ögmundur einsog
hún birtist í skrifum hér á síðunni um ríkisstjórnina og
ESB umsóknina. Þú segist ekki myndir greiða atkvæði gegn því að
ferlið yrði stöðvað á afgerandi og óafturkræfan hátt. Ég tel
að þú ættir að ganga lengra og styðja slíka tillögu kæmi hún fram.
Svo þarf náttúrlega að fara að fá áfallahjálp fyrir Pírata sem
alltaf fá áfall ef fólk er þeim ósammála eins
og Jóhannes Gr. Jónsson bendir á í sínu ágæta
bréfi.
ESB andstæðingur
Lesa meira
... Auðvitað sjá allir hið sanna í málinu. Stjórnin hefur
ekki komið sínu fram vegna málþófs í þinginu af hálfu þeirra sem
aldrei hafa viljað atkvæðagreiðslu um málið - bara átök til að
styrkja ESB málstaðinn í sessi.
Ef þetta er ekki tvískinnungur þá veit ég ekki hvað tvískinnungur
er. Og ég sé ekki betur en VG sé með í þessum ESB-leiðangri
Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og náttúrlega Pírata sem að
eigin sögn eru í stöðugu áfalli yfir því að fólk skuli leyfa sér að
vera á annarri skoðun en þau.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Getur verið að Gunnar Bragi, utanríkisráðherra hafi fengið
fjölmiðlaráðgjöf hjá sömu aðilum og Hanna Birna fékk vegna lekans
og Ragnheiður Elín vegan náttúrupassans? Eða voru þetta kannski
ráðgjafar hans og hollvinir í utanríkisráðuneytinu sem "ráðlögðu".
Við vitum hvernig þeir eru stemmdir gagnvart ESB! Varla gráta þeir
nú þegar frumhlaup ráðherrans veldur því að steindauðir ESB-sinnar
vakna nú til lífsins.
Haffi
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum